Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Trausti Hafliðason skrifar 10. nóvember 2012 18:52 Hér geta áhugasamir flett í gegnum átta gröf sem sýna heildarveiðina frá 2005 og veiðina á hverja stöng síðasta sumar. Aðeins 12 af 38 ám sem Veiðivísir tók saman tölur um skiluðu 100 löxum eða meira á hverja stöng síðasta sumar. Hlutfallslega voru því 32 prósent laxveiðiáa með 100 laxa á stöng. Í fyrra var þetta hlutfall 71 prósent en þá skiluðu 27 af 38 laxveiðiám 100 löxum eða meira á stöng. Gröf með upplýsingum um heildarveiði síðan árið 2005 og veiði á stöng er að finna hér til hliðar og er ám þar skipt eftir landshlutum. Þessar tölur koma veiðimönnum vafalaust lítið á óvart enda veiðisumarið það lélegasta í manna minnum. Kunnugir segja að fara þurfi allt aftur til ársins 1930 til að finna lélegri veiðitölur. Það vekur sérstaka athygli að besta veiðin á stöng var í Haffjarðará (191 lax) og Selá í Vopnafirði (188). Báðar þessar ár trónuðu einnig á toppnum í fyrra. Þá skilaði Haffjarðará 254 löxum á stöng og Selá 253. Það segir sínar sögu um laxveiðisumarið í heild að þrátt fyrir að veiðin í þessum aflahæstu ám landsins sé ríflega 25 prósent lakari en í fyrra þá verma þær samt sem áður toppsætið aftur. Auk Haffjarðarár og Selár voru fjórar aðrar ár með meira en 150 laxa á stöng. Ytri-Rangá skilaði 187 löxum (207 í fyrra), Elliðaárnar 166 (230 í fyrra), Eystri-Rangá 164 (244 í fyrra) og Miðfjarðará 161 (236 í fyrra). Átta laxveiðiár með minna en 50 laxa á stöngVið veiðar í Laxá í Aðaldal.Mynd / Trausti HafliðasonSumarið 2011 var einungis ein á á þessum lista sem var með minni veiði en 50 laxa á stöng en það var Hvannadalsá á Vestfjörðum. Nú hefur heldur fjölgað í þessum hópi en alls voru átta laxveiðiár með lélegri veiði en 50 laxa á stöng síðasta sumar. Það er engin smá laxveiðiá sem vermir botninn. Áin hefur reyndar aldrei verið þekkt fyrir fjölda laxa á stöng heldur miklu fremur stórlaxana sem í henni leynast. Laxá í Aðaldal situr sem sagt á botninum með 24 laxa á stöng en í fyrra var hún með 59. Næst á eftir Laxá í Aðaldal kemur Hvannadalsá sem skilaði 25 löxum (33 í fyrra), Fnjóská 33 (86 í fyrra), Svartá í Svartárdal 37 (75 í fyrra), Laugardalsá 40 (61 í fyrra), Víðidalsá 41 (93 í fyrra), Vatnsdalsá 47 (106 í fyrra) og Gljúfurá í Borgarfirði 47 (89 í fyrra).trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði
Aðeins 12 af 38 ám sem Veiðivísir tók saman tölur um skiluðu 100 löxum eða meira á hverja stöng síðasta sumar. Hlutfallslega voru því 32 prósent laxveiðiáa með 100 laxa á stöng. Í fyrra var þetta hlutfall 71 prósent en þá skiluðu 27 af 38 laxveiðiám 100 löxum eða meira á stöng. Gröf með upplýsingum um heildarveiði síðan árið 2005 og veiði á stöng er að finna hér til hliðar og er ám þar skipt eftir landshlutum. Þessar tölur koma veiðimönnum vafalaust lítið á óvart enda veiðisumarið það lélegasta í manna minnum. Kunnugir segja að fara þurfi allt aftur til ársins 1930 til að finna lélegri veiðitölur. Það vekur sérstaka athygli að besta veiðin á stöng var í Haffjarðará (191 lax) og Selá í Vopnafirði (188). Báðar þessar ár trónuðu einnig á toppnum í fyrra. Þá skilaði Haffjarðará 254 löxum á stöng og Selá 253. Það segir sínar sögu um laxveiðisumarið í heild að þrátt fyrir að veiðin í þessum aflahæstu ám landsins sé ríflega 25 prósent lakari en í fyrra þá verma þær samt sem áður toppsætið aftur. Auk Haffjarðarár og Selár voru fjórar aðrar ár með meira en 150 laxa á stöng. Ytri-Rangá skilaði 187 löxum (207 í fyrra), Elliðaárnar 166 (230 í fyrra), Eystri-Rangá 164 (244 í fyrra) og Miðfjarðará 161 (236 í fyrra). Átta laxveiðiár með minna en 50 laxa á stöngVið veiðar í Laxá í Aðaldal.Mynd / Trausti HafliðasonSumarið 2011 var einungis ein á á þessum lista sem var með minni veiði en 50 laxa á stöng en það var Hvannadalsá á Vestfjörðum. Nú hefur heldur fjölgað í þessum hópi en alls voru átta laxveiðiár með lélegri veiði en 50 laxa á stöng síðasta sumar. Það er engin smá laxveiðiá sem vermir botninn. Áin hefur reyndar aldrei verið þekkt fyrir fjölda laxa á stöng heldur miklu fremur stórlaxana sem í henni leynast. Laxá í Aðaldal situr sem sagt á botninum með 24 laxa á stöng en í fyrra var hún með 59. Næst á eftir Laxá í Aðaldal kemur Hvannadalsá sem skilaði 25 löxum (33 í fyrra), Fnjóská 33 (86 í fyrra), Svartá í Svartárdal 37 (75 í fyrra), Laugardalsá 40 (61 í fyrra), Víðidalsá 41 (93 í fyrra), Vatnsdalsá 47 (106 í fyrra) og Gljúfurá í Borgarfirði 47 (89 í fyrra).trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði