Daði Bergsson og Adam Örn Arnarson eru á leið til hollenska úrvalsdeildarfélagsins NEC Nijmegen. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður þeirra, staðfesti þetta í viðtali við Vísi.
Báðir voru fastamenn í U-17 liði Íslands sem tók þátt í úrslitakeppni EM í vor. Adam leikur með Breiðabliki en þar kom hann við sögu í einum leik í Pepsi-deildinni í sumar.
Daði hefur spilað með aðalliði Þróttar síðustu tvö árin og kom við sögu í alls nítján leikjum í sumar. Báðir eru á sautjánda aldursári og sömdu til loka tímabilsins 2015.
Þeir munu halda utan síðar í mánuðinum til að fara í læknisskoðun og skrifa undir samninga sína. Þeir flytja svo út skömmu eftir áramót.
NEC Nijmegen kaupir tvo Íslendinga
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
