Real Madrid komst auðveldlega áfram í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Real lagði þá lið Alcoyano, 3-0, með mörkum frá Angel di Maria og Jose Callejon en sá síðarnefndi skoraði tvö mörk.
Öll mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins.
Þetta var seinni leikur liðanna en Real vann fyrri leikinn 4-1 og leikurinn í kvöld því hálfgert formsatriði.
Varamannabekkur Real í kvöld var líklega einn sá sterkasti sem sést hefur. Á honum voru Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Angel di Maria, Fabio Coentrao og markvörðurinn Jesus Fernandez.
