Fótbolti

Brasilísk sam­vinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodrygo fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í kvöld en myndatökumaðurinn er kominn langt inn á völlinn.
Rodrygo fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í kvöld en myndatökumaðurinn er kominn langt inn á völlinn. Getty/ Juan Manuel Serrano Arce

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppnum í fjögur stig eftir 2-1 útisigur á Deportivo Alaves í spænsku deildinni í kvöld.

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona á toppnum í fjögur stig eftir 2-1 útisigur á Deportivo Alaves í spænsku deildinni í kvöld.

Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir Real sem hefur gengið illa að undanförnu og var aðeins með einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum.

Sigurinn var þó ekki mjög sannfærandi enda heimamenn bæði meira með boltann og með hærra xG.

Brasilíumaðurinn Rodrygo skoraði sigurmarkið fjórtán mínútum fyrir leikslok. Landi hans Vinicius Junior átti mikinn þátt í þessu mikilvæga marki.

Kylian Mbappé hafði komið Real í 1-0 á 24. mínútu eftir sendingu frá Jude Bellingham. Mbappé var þarna að skora sitt sautjánda deildarmark á leiktíðinni.

Bellingham hélt að hann hefði skorað stuttu síðar en það mark var dæmt af eftir að sá enski handlék boltann áður en hann skoraði markið.

Varamaðurinn Carlos Vicente jafnaði fyrir heimamenn á 69. mínútu en það tók Real Madrid aðeins sjö mínútur að komast aftur yfir.

Pressan var mikil á Xabi Alonso, þjálfara Real, fyrir leikinn en þessi útisigur ætti að gefa honum smá vinnufrið. Næsti leikur er strax á miðvikudaginn á móti Talavera í bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×