Wii U hittir í mark 27. nóvember 2012 11:47 Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan. Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur. Alls seldust um 500 þúsund eintök á einni viku í Bandaríkjunum og er Wii U víða uppseld. Að sama skapi nýtur upprunalega Wii tölvan en hylli — hátt í 300 þúsund Wii leikjatölvur seldust í sömu viku. Þá hefur litla 3DS leikjatölvan frá Nintendo einnig slegið í gegn og selst í ríflega 22 milljónum eintaka síðan hún fór á markað í fyrra. Nintendo er stórhuga þegar kemur að Wii U leikjatölvunni. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að halda í við leikjatölvur Sony og Microsoft en nú hefur Nintendo blásið til stórsóknar. Fyrirtækið hefur einnig kynnt minni og nettari útgáfu af Wii leikjatölvunni. Hún mun fara í almenna sölu á næstu vikum og kosta einungis 100 dollara í Bandaríkjunum. Wii U er að mörgu leyti byltingarkennt raftæki og er henni hampað sem nýrri kynslóð leikjatölva. Fjarstýring hennar er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er notendaviðmótið blásið upp og stækkað en um leið er höfuðáhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wii U hér fyrir ofan.
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira