Með ólíkindum að Vettel tækist að klára mótið Birgir Þór Harðarson skrifar 26. nóvember 2012 21:15 Senna ekur inn í hlið Vettels. Ótrúlegt er að bíllinn hafi ekki skemmst meira við áreksturinn. Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu. Vettel snérist á brautinni eftir samstuð við Bruno Senna í fjórðu beygju. Á meðan Red Bull-bíllinn sneri í ranga átt ók Senna stjórnlausum Williams-bílnum aftur inn í hliðina á Vettel með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. "Það voru þó nokkrar skemmdir á pústinu," sagði Horner. "Það eru viðkvæmir hlutir sem þola ekki mikið hnjask. Við höfðum mjög miklar áhyggjur af þessu." Spurður hvort skemmdirnar hefðu getað þvingað Vettel til að hætta keppni sagði Horner: "Ekki spurning." Adrian Newey, aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull-liðsins, sat í boðvanginum stuttu eftir áreksturinn og rannsakaði útprentaða mynd af skemmdunum á bíl Vettel. Newey sagði við Sky Sports í gær hafa haft mjög miklar áhyggjur af skemmdunum. "Þetta eru örugglega verstu skemmdir sem þú getur haft en samt lokið kappakstrinum," sagði Newey svo við Autosport. "Við fylgjumst grannt með niðurtoginu á bílnum og sáum að við höfðum tapað smá niðurtogi að aftan," sagði Newey ennfremur. "Við breyttum stillingunni á framvængnum örlítið í fyrsta viðgerðarhléinu." "Svo höfðum við mjög miklar áhyggjur af beyglunni á pústkerfinu. Með svona skemmdir eru mjög miklar líkur á því að það klikki og um leið og það gerist mundi að öllum líkindum kvikna í yfirbyggingunni og þá er keppnin þín búin." Til að mæta þessum áhyggjum sínum breyttu þeir vélforrituninni til að lágmarka hitann frá pústinu. "Bíllinn var ekki eins góður fyrir vikið en við reyndum bara að koma honum í mark." Vettel lauk mótinu í sjötta sæti og tryggði sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð með þriggja stiga forskot á Alonso sem var allan tíman í vænlegri stöðu. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri heimsmeistara Red Bull í Formúlu 1 og yfirmaður heimsmeistarans Sebastian Vettel, segist hafa óttast að Vettel myndi ekki ná að klára kappaksturinn í Brasilíu í gær. Vettel lenti í óhappi á fyrsta hring og um leið komst keppinautur hans í vænlega stöðu. Vettel snérist á brautinni eftir samstuð við Bruno Senna í fjórðu beygju. Á meðan Red Bull-bíllinn sneri í ranga átt ók Senna stjórnlausum Williams-bílnum aftur inn í hliðina á Vettel með þeim afleiðingum að bíllinn skemmdist nokkuð. "Það voru þó nokkrar skemmdir á pústinu," sagði Horner. "Það eru viðkvæmir hlutir sem þola ekki mikið hnjask. Við höfðum mjög miklar áhyggjur af þessu." Spurður hvort skemmdirnar hefðu getað þvingað Vettel til að hætta keppni sagði Horner: "Ekki spurning." Adrian Newey, aðalhönnuður og tæknistjóri Red Bull-liðsins, sat í boðvanginum stuttu eftir áreksturinn og rannsakaði útprentaða mynd af skemmdunum á bíl Vettel. Newey sagði við Sky Sports í gær hafa haft mjög miklar áhyggjur af skemmdunum. "Þetta eru örugglega verstu skemmdir sem þú getur haft en samt lokið kappakstrinum," sagði Newey svo við Autosport. "Við fylgjumst grannt með niðurtoginu á bílnum og sáum að við höfðum tapað smá niðurtogi að aftan," sagði Newey ennfremur. "Við breyttum stillingunni á framvængnum örlítið í fyrsta viðgerðarhléinu." "Svo höfðum við mjög miklar áhyggjur af beyglunni á pústkerfinu. Með svona skemmdir eru mjög miklar líkur á því að það klikki og um leið og það gerist mundi að öllum líkindum kvikna í yfirbyggingunni og þá er keppnin þín búin." Til að mæta þessum áhyggjum sínum breyttu þeir vélforrituninni til að lágmarka hitann frá pústinu. "Bíllinn var ekki eins góður fyrir vikið en við reyndum bara að koma honum í mark." Vettel lauk mótinu í sjötta sæti og tryggði sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð með þriggja stiga forskot á Alonso sem var allan tíman í vænlegri stöðu.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti