26 milljóna króna tap hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur Kristján Hjálmarsson skrifar 24. nóvember 2012 20:39 Mynd/Af vef SVFR Um 26 milljóna króna tap varð á rekstri Stangveiðifélags Reykjavíkur samkvæmt ársreikningi sem kynntur var á aðalfundi félagsins í dag. "Á síðustu fjórum árum hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið neikvæð. Eiginfjárstaða hefur veikst á undanförnum árum og er svo komið að eigið fé félagsins er neikvætt um 9,7 milljónir króna. Grunnarekstur félagsins (EBITA) á yfirstandandi rekstrarári nam 10,0 millj.kr. en afskrifaðar kröfur vegna hrunáranna vega þungt í rekstrarniðurstöðu yfirstandandi starfsári. Stjórnin hefur útbúið rekstraráætlanir sem gera ráð fyrir viðsnúningi í rekstri félagsins á næstu árum," segir í skýringu með ársreikningnum. Bjarni Júlíusson var endurkjörinn formaður SVFR en hann var einn í framboði og því sjálfkjörinn. Á vef SVFR er haft eftir Bjarna að ekki hafi verið fyrirséð hversu miklar afskriftir yrðu á árinu, sem séu mikil vonbrigði í ljósi þess að grunnreksturinn hafi skilað þessum 10 milljónum. Síðasta ár hafi verið ákaflega erfitt í sölu veiðileyfa í kjölfar hins mikla aflabrests í sumar og því hafi þessi góði árangur í grunnrekstrinum verið ákveðinn varnarsigur. "Stjórnin hefur útbúið og kynnti á fundinum varfærna rekstraráætlun fyrir næsta ár sem gerir ráð fyrir 11,7 milljón króna hagnaði," segir á vef SVFR. Ekki var kosning í stjórn á fundinum og því voru þeir stjórnarmenn sem voru í kjöri sjálfkjörin til næstu tveggja ára, þau Ragnheiður Thorsteinsson, Hörður Vilberg og Ásmundur Helgason. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Um 26 milljóna króna tap varð á rekstri Stangveiðifélags Reykjavíkur samkvæmt ársreikningi sem kynntur var á aðalfundi félagsins í dag. "Á síðustu fjórum árum hefur rekstrarniðurstaða félagsins verið neikvæð. Eiginfjárstaða hefur veikst á undanförnum árum og er svo komið að eigið fé félagsins er neikvætt um 9,7 milljónir króna. Grunnarekstur félagsins (EBITA) á yfirstandandi rekstrarári nam 10,0 millj.kr. en afskrifaðar kröfur vegna hrunáranna vega þungt í rekstrarniðurstöðu yfirstandandi starfsári. Stjórnin hefur útbúið rekstraráætlanir sem gera ráð fyrir viðsnúningi í rekstri félagsins á næstu árum," segir í skýringu með ársreikningnum. Bjarni Júlíusson var endurkjörinn formaður SVFR en hann var einn í framboði og því sjálfkjörinn. Á vef SVFR er haft eftir Bjarna að ekki hafi verið fyrirséð hversu miklar afskriftir yrðu á árinu, sem séu mikil vonbrigði í ljósi þess að grunnreksturinn hafi skilað þessum 10 milljónum. Síðasta ár hafi verið ákaflega erfitt í sölu veiðileyfa í kjölfar hins mikla aflabrests í sumar og því hafi þessi góði árangur í grunnrekstrinum verið ákveðinn varnarsigur. "Stjórnin hefur útbúið og kynnti á fundinum varfærna rekstraráætlun fyrir næsta ár sem gerir ráð fyrir 11,7 milljón króna hagnaði," segir á vef SVFR. Ekki var kosning í stjórn á fundinum og því voru þeir stjórnarmenn sem voru í kjöri sjálfkjörin til næstu tveggja ára, þau Ragnheiður Thorsteinsson, Hörður Vilberg og Ásmundur Helgason.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði