Það var greint frá því í gær að Tim Tebow, leikstjórnandi NY Jets, væri með tvo brotin rifbein og að hann hefði rifbeinsbrotnað í leik gegn Seattle fyrir tveim vikum síðan.
Tebow tók engan þátt í 49-19 niðurlægingunni gegn New England Patriots í gær. Áhorfendur voru algjörlega æfir og sungu nafn hans hástöfum er Patriots valtaði yfir ömurlegt lið Jets.
Tveir aðrir leikir fóru fram í gær. Houston vann Detroit, 34-31, í framlengdum leik og Washington skellti Dallas, 38-31, á Cowboys Stadium.
Tebow er rifbeinsbrotinn | Úrslit NFL í gær
