Handbolti

Alexander í öðru sæti í mörkum utan af velli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Alexander Petersson hefur spilað frábærlega með Rhein-Neckar Löwen á tímabilinu og er nú kominn upp í sjöunda sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Alexander á mikinn þátt í því að Ljónin hafa unnið alla tólf leiki sína til þessa á tímabilinu.

Það vekur athygli að Alexander er að skora mun meira en í fyrra þegar hann lék sitt síðasta tímabil með Füchse Berlin. Alexander var reyndar að glíma við meiðsli það tímabil en skoraði engu að síður 96 mörk í 28 leikjum eða 3,4 að meðaltali í leik.

Alexander hefur skorað 63 mörk í fyrstu 12 leikjunum á þessu tímabili sem gera 5,3 að meðaltali í leik. Ekkert þeirra marka hefur komið af vítalínunni og það er aðeins Rolf Hermann hjá Lemgo sem hefur skorað fleiri mörk utan af velli.

Hans Lindberg hjá HSV Hamburg er markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 63 mörk utan af velli alveg eins og þeir Alexander og Filip Jicha hjá Kiel.

Flest mörk utan af velli í þýsku deildinni:

Rolf Hermann, TBV Lemgo 67

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 63

Hans Lindberg, HSV Hamburg 63

Filip Jicha, THW Kiel 63

Sven-Sören Christophersen, Füchse Berlin 62

Morten Olsen, TSV Hannover-Burgdorf 59

Uwe Gensheimer, Rhein-Neckar Löwen 58

Adrian Pfahl, VfL Gummersbach 57

Mait Patrail, TSV Hannover-Burgdorf 55

Florian Billek, HBW Balingen-Weilstetten 55




Fleiri fréttir

Sjá meira


×