Vettel krýndur heimsmeistari - myndir Birgir Þór Harðarson skrifar 8. desember 2012 15:52 Þeir Vettel og Horner voru sáttir með verðlaunin sín. Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða. Sebastian Loeb veitti einnig viðtöku verðlaunum fyrir sinn níunda heimsmeistaratitil í rallý. Hann hefur sagt skilið við rallið og keppir í götubílakappakstri á næsta ári. Eins og sést á meðfylgjandi myndum mættu allir í sínu fínasta pússi og skörtuðu sínu fegursta. Betri helmingurinn fékk að koma með Fernando Alonso sem veitti verðlaunum fyrir annað sætið í Formúlu 1 í ár viðtöku. Þá mætti Kimi Raikkönen og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1. Hann hafði sagt ekki hafa áhuga á að koma ef hann ætti að fá verðlaun fyrir þriðja sætið. Fannst það eitthvað hallærislegt að vinna ekki titilinn. Hann mætti þó samt og skemmti sér konunglega innan um keppinauta sína.Jean Todt forseti FIA, Sebastian Vettel, Christian Horner, Bernie Ecclestone alráður í Formúlu 1 og David Coulthard veislustjóri skemmtu sér konunglega.Alonso ásamt kærustu sinni, rússneska módelinu, Dasha Kapustina, sem snéri nokkrum hausum í hátíðarsalnum.Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Alex Kapp Horner.Kimi Raikkönen kom og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið.Bernie, kallinn, Ecclestone lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þó hann sé orðinn 82 ára gamall. Formúla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel var í gær krýndur heimsmeistari í Formúlu 1 við mikla athöfn í Tyrklandi, þar sem FIA hélt sitt árlega verðlaunapartý. Christian Horner tók við verðlaunum fyrir hönd Red Bull-liðsins sem eru heimsmeistarar bílasmiða. Sebastian Loeb veitti einnig viðtöku verðlaunum fyrir sinn níunda heimsmeistaratitil í rallý. Hann hefur sagt skilið við rallið og keppir í götubílakappakstri á næsta ári. Eins og sést á meðfylgjandi myndum mættu allir í sínu fínasta pússi og skörtuðu sínu fegursta. Betri helmingurinn fékk að koma með Fernando Alonso sem veitti verðlaunum fyrir annað sætið í Formúlu 1 í ár viðtöku. Þá mætti Kimi Raikkönen og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1. Hann hafði sagt ekki hafa áhuga á að koma ef hann ætti að fá verðlaun fyrir þriðja sætið. Fannst það eitthvað hallærislegt að vinna ekki titilinn. Hann mætti þó samt og skemmti sér konunglega innan um keppinauta sína.Jean Todt forseti FIA, Sebastian Vettel, Christian Horner, Bernie Ecclestone alráður í Formúlu 1 og David Coulthard veislustjóri skemmtu sér konunglega.Alonso ásamt kærustu sinni, rússneska módelinu, Dasha Kapustina, sem snéri nokkrum hausum í hátíðarsalnum.Christian Horner ásamt eiginkonu sinni Alex Kapp Horner.Kimi Raikkönen kom og tók við verðlaunum fyrir þriðja sætið.Bernie, kallinn, Ecclestone lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þó hann sé orðinn 82 ára gamall.
Formúla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira