"Þarfnast meiriháttar skoðunar" Trausti Hafliðason skrifar 6. desember 2012 09:00 Við Úlfljótsvatn. Mynd / Trausti Hafliðason Veiðimálastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem hefur það meðal annars að markmiði að auðvelda stofnun deilda innan Veiðifélaga og færa þeim aukið vald.Líkt og greint hefur verið frá á Veiðivísi er nú til umræðu á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir lögin fyrir rúmu ári síðan. Leitar var eftir umsögnum nokkurra aðila nú í lok nóvember. Einn af þeim aðilum sem skilað hefur umsögn er Veiðimálastofnun og er óhætt að segja að hún sé harðorð. „Það vekur athygli að ekki skuli hafa verið leitað eftir þekkingu og áliti Veiðimálastofnunar við samningu frumvarpsins," segir í umsögninni. „Ekki er heldur stuðst við skilgreiningar og samþykktir sem gerðar hafa verið á alþjóðavettvangi varðandi stjórnun veiða á laxi né að til þeirra sé vitnað í fylgiskjölum. Þótt hér sé fjallað um lax á umfjöllunin einnig við um aðrar þær tegundir sem hér finnast í ám og vötnum, urriða og bleikju." Veiðimálastofnun álítur að þær breytingar sem lagðar eru til að gerðar verði á ákvæði 4. málsgreinar 39. greinar laganna „þarfnist meiriháttar skoðunar og sé í núverandi frumvarpi mjög varasöm og gæti brotið niður þann grundvöll sem veiðifélög og sjálfbær nýting fiskistofna í ám og vötnum byggir á. Að óbreyttu yrði um afturför yrði að ræða frá gildandi lögum. Ef slíkt gerist er hætta á að verðmæti nýtingar rýrni verulega og hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir veiðiréttarhafa. Deildaskipting innan veiðifélags hlýtur að vera undantekning þar sem aðstæður eru sérstakar t.d. landfræðilega, vatnafarslega eða líffræðilega."Vilja að ákvæðið verði endurskrifað í heild Stofnunin telur að þær breytingar sem lagðar eru til um deildarskiptingu séu ekki vel ígrundaðar. Þá komi ekki fram „rökstuðningur um hvaða raunverulegu vandamál breytingin komi til með að leysa né í þágu hverra það er gert þótt tekið sé undir að mikilvægt er að skýra þá óvissu sem fyrir er um deildir veiðifélaga." Veiðimálastofnun mælist til þess að umrætt ákvæði frumvarpsins verði endurskrifað í heild „þar sem tillit verði tekið til líffræði og fiskstofna sem grunneiningar sem nýtingastjórnun félagslegir þættir byggja á. Þar sem um grundvallaratriði er að ræða þurfa lögin að taka á því þar sem ekki er líklegt að það sé hægt með reglugerð. Ef til stendur að setja reglugerð um nánari útfærslur er rétt að drög að henni liggi fyrir samhliða lagabreytingu." Stofnunin telur að ekki sé hægt að samræma markmið laganna sem kveður á um sjálfbæra nýtingu og 1 tölulið (4. mgr. 39. gr) þar sem kveðið er á um að hver deild ráðstafi veiði og arði í sínu umdæmi.Býður heim hættu á ofveiði „Við stjórnun nýtingar verður að taka tillit til hvers stofns fyrir sig og allra stofna og líffræðilegar einingar ef um veiðar úr blönduðum stofnum er að ræða. Það eru þau viðmið sem sett hafa verið á alþjóðavettvangi," segir í umsögn stofnunarinnar. „Sé tekið mið af líffræði og stofnum er hvorki rökrétt né skynsamlegt að gefa þann möguleika að hafa ólíkar reglur um hluta fiskstofna eða fiskihverfa. Fiskihverfi og stofnar þurfa að marka umdæmi líkt og verið hefur í lögum í áratugi og að þær þurfa að samræmast alþjóðaviðmiðum sem byggð er á þeirri þekkingu og til er. Annað fyrirkomulag býður heim hættu á ofveiði og togstreitu milli deilda/veiðifélag um sama stofn sem erfitt getur reynst að leysa." Veiðimálastfonun telur að frumvarpið geti heimilað og stuðlað að því að veiðifélög brotni niður í smærri einingar sem ekki sjái fyrir endann. „Þannig gætu einstakir hlutar vatnakerfa eða einstakar jarðir orðið að deildum og þannig brotið niður það félagslega kerfi sem nú er. Jafnvel er heimilt að deildir verði síðar að sér veiðifélögum sbr. 6 tölulið sem getur sett tilgang deildarskiptingar á öðrum hluta vatnasvæðis í uppnám og geta gert stjórnun veiðinýtingar nær ómögulegar frá líffræðilegum sjónarmiðum. Með slíku er líklegt að sá mikli arður sem af veiðinýtingu er minnki verulega og inngrip vegna ástands stofna verði nauðsynleg á grundvelli náttúrverndarlaga. Ef slíkt gerist geta veiðiréttarhafa í raun misst yfirráð yfir veiðinýtingu."Forfeður okkar vissu að ekki mætti þvergirða ár Veiðimálastofnun bendir á að allt frá því land byggðist hafi veiði verið talin til hlunninda „og segir m.a. frá mannskæðum deilum um laxveiði í Íslendingasögum sbr. Vatnsdælasögu. Fyrstu ákvæði um skiptingu veiði er að finna í Jónsbók en þar segir m.a. um laxveiðar að „ganga skal Guðsgjöf milli fjalls og fjöru þá er ganga vill" . Á þeim tíma höfðu menn gert sér grein fyrir mikilvægi þess að ekki mætti þvergirða ár með veiðivélum og deila þyrfti nýtingu af stofnum innan vatnakerfa."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði
Veiðimálastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem hefur það meðal annars að markmiði að auðvelda stofnun deilda innan Veiðifélaga og færa þeim aukið vald.Líkt og greint hefur verið frá á Veiðivísi er nú til umræðu á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir lögin fyrir rúmu ári síðan. Leitar var eftir umsögnum nokkurra aðila nú í lok nóvember. Einn af þeim aðilum sem skilað hefur umsögn er Veiðimálastofnun og er óhætt að segja að hún sé harðorð. „Það vekur athygli að ekki skuli hafa verið leitað eftir þekkingu og áliti Veiðimálastofnunar við samningu frumvarpsins," segir í umsögninni. „Ekki er heldur stuðst við skilgreiningar og samþykktir sem gerðar hafa verið á alþjóðavettvangi varðandi stjórnun veiða á laxi né að til þeirra sé vitnað í fylgiskjölum. Þótt hér sé fjallað um lax á umfjöllunin einnig við um aðrar þær tegundir sem hér finnast í ám og vötnum, urriða og bleikju." Veiðimálastofnun álítur að þær breytingar sem lagðar eru til að gerðar verði á ákvæði 4. málsgreinar 39. greinar laganna „þarfnist meiriháttar skoðunar og sé í núverandi frumvarpi mjög varasöm og gæti brotið niður þann grundvöll sem veiðifélög og sjálfbær nýting fiskistofna í ám og vötnum byggir á. Að óbreyttu yrði um afturför yrði að ræða frá gildandi lögum. Ef slíkt gerist er hætta á að verðmæti nýtingar rýrni verulega og hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir veiðiréttarhafa. Deildaskipting innan veiðifélags hlýtur að vera undantekning þar sem aðstæður eru sérstakar t.d. landfræðilega, vatnafarslega eða líffræðilega."Vilja að ákvæðið verði endurskrifað í heild Stofnunin telur að þær breytingar sem lagðar eru til um deildarskiptingu séu ekki vel ígrundaðar. Þá komi ekki fram „rökstuðningur um hvaða raunverulegu vandamál breytingin komi til með að leysa né í þágu hverra það er gert þótt tekið sé undir að mikilvægt er að skýra þá óvissu sem fyrir er um deildir veiðifélaga." Veiðimálastofnun mælist til þess að umrætt ákvæði frumvarpsins verði endurskrifað í heild „þar sem tillit verði tekið til líffræði og fiskstofna sem grunneiningar sem nýtingastjórnun félagslegir þættir byggja á. Þar sem um grundvallaratriði er að ræða þurfa lögin að taka á því þar sem ekki er líklegt að það sé hægt með reglugerð. Ef til stendur að setja reglugerð um nánari útfærslur er rétt að drög að henni liggi fyrir samhliða lagabreytingu." Stofnunin telur að ekki sé hægt að samræma markmið laganna sem kveður á um sjálfbæra nýtingu og 1 tölulið (4. mgr. 39. gr) þar sem kveðið er á um að hver deild ráðstafi veiði og arði í sínu umdæmi.Býður heim hættu á ofveiði „Við stjórnun nýtingar verður að taka tillit til hvers stofns fyrir sig og allra stofna og líffræðilegar einingar ef um veiðar úr blönduðum stofnum er að ræða. Það eru þau viðmið sem sett hafa verið á alþjóðavettvangi," segir í umsögn stofnunarinnar. „Sé tekið mið af líffræði og stofnum er hvorki rökrétt né skynsamlegt að gefa þann möguleika að hafa ólíkar reglur um hluta fiskstofna eða fiskihverfa. Fiskihverfi og stofnar þurfa að marka umdæmi líkt og verið hefur í lögum í áratugi og að þær þurfa að samræmast alþjóðaviðmiðum sem byggð er á þeirri þekkingu og til er. Annað fyrirkomulag býður heim hættu á ofveiði og togstreitu milli deilda/veiðifélag um sama stofn sem erfitt getur reynst að leysa." Veiðimálastfonun telur að frumvarpið geti heimilað og stuðlað að því að veiðifélög brotni niður í smærri einingar sem ekki sjái fyrir endann. „Þannig gætu einstakir hlutar vatnakerfa eða einstakar jarðir orðið að deildum og þannig brotið niður það félagslega kerfi sem nú er. Jafnvel er heimilt að deildir verði síðar að sér veiðifélögum sbr. 6 tölulið sem getur sett tilgang deildarskiptingar á öðrum hluta vatnasvæðis í uppnám og geta gert stjórnun veiðinýtingar nær ómögulegar frá líffræðilegum sjónarmiðum. Með slíku er líklegt að sá mikli arður sem af veiðinýtingu er minnki verulega og inngrip vegna ástands stofna verði nauðsynleg á grundvelli náttúrverndarlaga. Ef slíkt gerist geta veiðiréttarhafa í raun misst yfirráð yfir veiðinýtingu."Forfeður okkar vissu að ekki mætti þvergirða ár Veiðimálastofnun bendir á að allt frá því land byggðist hafi veiði verið talin til hlunninda „og segir m.a. frá mannskæðum deilum um laxveiði í Íslendingasögum sbr. Vatnsdælasögu. Fyrstu ákvæði um skiptingu veiði er að finna í Jónsbók en þar segir m.a. um laxveiðar að „ganga skal Guðsgjöf milli fjalls og fjöru þá er ganga vill" . Á þeim tíma höfðu menn gert sér grein fyrir mikilvægi þess að ekki mætti þvergirða ár með veiðivélum og deila þyrfti nýtingu af stofnum innan vatnakerfa."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði