Umdeildar breytingar á lögum um lax- og silungsveiði Trausti Hafliðason skrifar 6. desember 2012 03:40 Veitt í Sjávarfossinum í Elliðaánum. Mynd / Trausti Hafliðason Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði auðveldar stofnun deilda innan veiðifélaga. Auk þess er deildunum falið aukið ákvörðunarvald í ýmsum málum. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. Fremur lítið hefur verið fjallað um þetta mál en Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu þann 15. nóvember. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir lögin fyrir rúmu ári síðan. Þegar Steingrímur mælti fyrir frumvarpinu sagði hann meðal annars að við samningu þess hefði verið reynt að lagfæra ákveðna annmarka á lögunum og tryggja að ákvæði um deildir í veiðifélögum „verði skýr og auðveld í framkvæmd þannig að jafnræði verði milli félagsmanna deilda og almennra félagsmanna í veiðifélögum." Ákvæðið sem Steingrímur vísar til er 4. málsgrein 39. greinar laganna (hægt að sjá það hér fyrir neðan) en það ákvæði hefur verið óbreytt frá árinu 1957. Síðast þegar farið var yfir lög um lax- og silungsveiði, fyrir sex árum, þótti ekki ástæða til að breyta þessu ákvæði. „Ég vil árétta að ákvæði frumvarpsins fela í sér nokkrar breytingar á inntaki og framkvæmd starfsemi deilda í veiðifélögum," sagði Steingrímur. „Hér er aðallega verið að fela deildum í veiðifélagi sjálfstæði til að fara með verkefni sem verður að teljast nauðsynlegt með hliðsjón af þeirri lagaheimild að ráðstafa veiði á vatnasvæði deildarinnar. Í því felst að deild geti samhliða ráðstöfun veiði ákveðið veiðiaðferð samanber ákvæði laganna um nýtingaráætlun. Einnig er deild veitt lagaheimild til að ráðstafa arði meðal félagsmanna deildar en þá heimild er ekki að finna í núgildandi lögum. Slík heimild felur í sér að réttur deildar til að halda arðskrá og að skjóta ágreiningi um hana til mats nefndar á grundvelli gildandi laga verði tryggður."Tveir kostir Steingrímur sagði að við samningu frumvarpsins hefði verið fjallað um tvo kosti við breytingu á lögunum. „Það er annars vegar að fella brott ákvæði 4. mgr. 39. gr. laganna um heimild veiðifélaga til að starfa í deildum og þá hefðu þau að sjálfsögðu orðið öll einsleit og starfað á öllu veiðisvæði eða vatnasvæði viðkomandi sem í hlut átti. Hinn kosturinn er sá að gera áfram ráð fyrir því að veiðifélög geti verið deildaskipt en setja þá skýr ákvæði í lögin um starfsemi deilda og veiðifélaganna í heild miðað við þá niðurstöðu. Það var einmitt sá kostur sem var valinn. Ástæða þess að sú leið er valin fremur en hin, að fella niður heimildina til að deildaskipta veiðifélögum, er að mikill fjöldi deilda starfar í veiðifélögum í dag og fyrri kosturinn hefði því falið í sér miklum mun meiri röskun á því fyrirkomulagi sem er til staðar heldur en hinn, að leyfa áfram deildaskiptingu veiðifélaga en setja þá um það skýrar reglur."Verið að feta inn á varasamar brautir Haraldur Eiríksson, ritstjóri vefs Stangaveiðifélags Reykjavíkur, gagnrýnir þessar breytingar harðlega í pistli á heimasíðu SVFR. „Ekki verður annað séð en að verði frumvarpið að lögum sé verið að feta inn á varasamar brautir," skrifar Haraldur. „Fram til þessa hafa veiðiréttareigendur hérlendis státað sig af því kerfi sem við búum við varðandi veiðifyrirkomulag á laxi- og silungi, kerfi sem verið hefur við lýði frá árinu 1957 og hefur hámarkað arð og nýtingu svo eftir er tekið úti í heimi. Með nýju frumvarpi er þessu fyrirkomulagi stefnt í voða, því festur er í sessi möguleikinn á að stofna sérstakar deildir innan veiðifélaga, og í raun farið nær því fyrirkomulagi sem þekkist t.a.m. í Noregi. Vandséð er hvernig deildir, sem síðar geta orðið veiðifélög, eiga að geta komið sér saman um nýtingarrétt úr sama stofni og stjórna veiði á sama vatnasvæði." Í pistlinum segist Haraldur vonast til þess að frumvarpinu verði vísað til föðurhúsanna. „Þess má geta að SVFR fékk frumvarpið til umsagnar, en ákvað að gera ekki athugasemdir þar sem um er að ræða mál sem snýr að veiðiréttareigendum. Þær línur sem hér eru settar fram eru fyrst og fremst hugleiðingar ritstjóra þessarar síðu," skrifar Haraldur en pistil hans í heild má lesa hér.Breytingin samkvæmt frumvarpinu: 4. mgr. 39. gr. laganna verður svohljóðandi: Í samþykktum má kveða á um að veiðifélag skuli starfa í deildum, enda taki ákvæðið til alls félagssvæðisins og hver deild taki yfir tiltekið veiðivatn eða hluta vatns. Í samþykktum veiðifélagsins skal tilgreina þær deildir sem starfa á félagssvæðinu og umdæmi þeirra. Hver deild skal setja sér samþykktir sem aðalfundur veiðifélags samþykkir og Fiskistofa staðfestir og birtir í Stjórnartíðindum. Um deildir innan veiðifélaga gilda eftirfarandi ákvæði: 1. Deild ráðstafar veiði og arði í sínu umdæmi. 2. Deild heldur arðskrá og gilda um hana sömu reglur og koma fram í 41. gr. 3. Deild setur sér nýtingaráætlanir í samræmi við fyrirmæli laganna. 4. Heimilt er deild að setja sér fiskræktaráætlun enda liggi fyrir samþykki veiðifélags. 5. Ákvarðanir í deildum sem skuldbinda alla félagsmenn skulu bornar upp til samþykktar á aðalfundi veiðifélags. Að öðru leyti gilda ákvæði laga þessara um stofnun og starfsemi deilda eftir því sem við á. 6. Með breytingum á samþykktum veiðifélaga má afnema deildaskiptingu veiðifélagsins eða breyta umdæmi starfandi deilda. Nú tekur félagsfundur ákvörðun um að afnema deildaskiptingu veiðifélags og getur þá félagsfundur í deild óskað eftir að stofna veiðifélag á starfssvæði deildarinnar, sbr. 2. mgr. 38. gr. Um fjárhagslegan aðskilnað veiðifélags og deildar fer samkvæmt VII. kafla. 7. Nú starfar veiðifélag í deildum og er þá heimilt að setja ákvæði í samþykkt veiðifélagsins um að fulltrúar deilda skuli eiga sæti í stjórn þess.Núgildandi lög, sama ákvæði: 4. mgr. 39. gr. laganna: Í samþykktum má ákveða að félag skuli starfa í deildum, enda taki hver deild yfir tiltekið veiðivatn eða hluta vatns. Hver deild ráðstafar þá veiði í sínu umdæmi með þeim skilyrðum sem aðalfundur félagsins setur.Eins og áður sagði er frumvarpið samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var fyrir rúmu ári síðan. Starfshópinn skipa: -Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, sem var formaður starfshópsins -Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu -Sigríður Norðmann, lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin Einnig starfaði með starfshópnum Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. (Eftir breytingar á ráðuneytum starfa þau Sigríður og Ingimar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.) trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði
Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði auðveldar stofnun deilda innan veiðifélaga. Auk þess er deildunum falið aukið ákvörðunarvald í ýmsum málum. Á Alþingi er nú til umræðu frumvarp um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði. Fremur lítið hefur verið fjallað um þetta mál en Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir frumvarpinu þann 15. nóvember. Frumvarpið var samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var til að fara yfir lögin fyrir rúmu ári síðan. Þegar Steingrímur mælti fyrir frumvarpinu sagði hann meðal annars að við samningu þess hefði verið reynt að lagfæra ákveðna annmarka á lögunum og tryggja að ákvæði um deildir í veiðifélögum „verði skýr og auðveld í framkvæmd þannig að jafnræði verði milli félagsmanna deilda og almennra félagsmanna í veiðifélögum." Ákvæðið sem Steingrímur vísar til er 4. málsgrein 39. greinar laganna (hægt að sjá það hér fyrir neðan) en það ákvæði hefur verið óbreytt frá árinu 1957. Síðast þegar farið var yfir lög um lax- og silungsveiði, fyrir sex árum, þótti ekki ástæða til að breyta þessu ákvæði. „Ég vil árétta að ákvæði frumvarpsins fela í sér nokkrar breytingar á inntaki og framkvæmd starfsemi deilda í veiðifélögum," sagði Steingrímur. „Hér er aðallega verið að fela deildum í veiðifélagi sjálfstæði til að fara með verkefni sem verður að teljast nauðsynlegt með hliðsjón af þeirri lagaheimild að ráðstafa veiði á vatnasvæði deildarinnar. Í því felst að deild geti samhliða ráðstöfun veiði ákveðið veiðiaðferð samanber ákvæði laganna um nýtingaráætlun. Einnig er deild veitt lagaheimild til að ráðstafa arði meðal félagsmanna deildar en þá heimild er ekki að finna í núgildandi lögum. Slík heimild felur í sér að réttur deildar til að halda arðskrá og að skjóta ágreiningi um hana til mats nefndar á grundvelli gildandi laga verði tryggður."Tveir kostir Steingrímur sagði að við samningu frumvarpsins hefði verið fjallað um tvo kosti við breytingu á lögunum. „Það er annars vegar að fella brott ákvæði 4. mgr. 39. gr. laganna um heimild veiðifélaga til að starfa í deildum og þá hefðu þau að sjálfsögðu orðið öll einsleit og starfað á öllu veiðisvæði eða vatnasvæði viðkomandi sem í hlut átti. Hinn kosturinn er sá að gera áfram ráð fyrir því að veiðifélög geti verið deildaskipt en setja þá skýr ákvæði í lögin um starfsemi deilda og veiðifélaganna í heild miðað við þá niðurstöðu. Það var einmitt sá kostur sem var valinn. Ástæða þess að sú leið er valin fremur en hin, að fella niður heimildina til að deildaskipta veiðifélögum, er að mikill fjöldi deilda starfar í veiðifélögum í dag og fyrri kosturinn hefði því falið í sér miklum mun meiri röskun á því fyrirkomulagi sem er til staðar heldur en hinn, að leyfa áfram deildaskiptingu veiðifélaga en setja þá um það skýrar reglur."Verið að feta inn á varasamar brautir Haraldur Eiríksson, ritstjóri vefs Stangaveiðifélags Reykjavíkur, gagnrýnir þessar breytingar harðlega í pistli á heimasíðu SVFR. „Ekki verður annað séð en að verði frumvarpið að lögum sé verið að feta inn á varasamar brautir," skrifar Haraldur. „Fram til þessa hafa veiðiréttareigendur hérlendis státað sig af því kerfi sem við búum við varðandi veiðifyrirkomulag á laxi- og silungi, kerfi sem verið hefur við lýði frá árinu 1957 og hefur hámarkað arð og nýtingu svo eftir er tekið úti í heimi. Með nýju frumvarpi er þessu fyrirkomulagi stefnt í voða, því festur er í sessi möguleikinn á að stofna sérstakar deildir innan veiðifélaga, og í raun farið nær því fyrirkomulagi sem þekkist t.a.m. í Noregi. Vandséð er hvernig deildir, sem síðar geta orðið veiðifélög, eiga að geta komið sér saman um nýtingarrétt úr sama stofni og stjórna veiði á sama vatnasvæði." Í pistlinum segist Haraldur vonast til þess að frumvarpinu verði vísað til föðurhúsanna. „Þess má geta að SVFR fékk frumvarpið til umsagnar, en ákvað að gera ekki athugasemdir þar sem um er að ræða mál sem snýr að veiðiréttareigendum. Þær línur sem hér eru settar fram eru fyrst og fremst hugleiðingar ritstjóra þessarar síðu," skrifar Haraldur en pistil hans í heild má lesa hér.Breytingin samkvæmt frumvarpinu: 4. mgr. 39. gr. laganna verður svohljóðandi: Í samþykktum má kveða á um að veiðifélag skuli starfa í deildum, enda taki ákvæðið til alls félagssvæðisins og hver deild taki yfir tiltekið veiðivatn eða hluta vatns. Í samþykktum veiðifélagsins skal tilgreina þær deildir sem starfa á félagssvæðinu og umdæmi þeirra. Hver deild skal setja sér samþykktir sem aðalfundur veiðifélags samþykkir og Fiskistofa staðfestir og birtir í Stjórnartíðindum. Um deildir innan veiðifélaga gilda eftirfarandi ákvæði: 1. Deild ráðstafar veiði og arði í sínu umdæmi. 2. Deild heldur arðskrá og gilda um hana sömu reglur og koma fram í 41. gr. 3. Deild setur sér nýtingaráætlanir í samræmi við fyrirmæli laganna. 4. Heimilt er deild að setja sér fiskræktaráætlun enda liggi fyrir samþykki veiðifélags. 5. Ákvarðanir í deildum sem skuldbinda alla félagsmenn skulu bornar upp til samþykktar á aðalfundi veiðifélags. Að öðru leyti gilda ákvæði laga þessara um stofnun og starfsemi deilda eftir því sem við á. 6. Með breytingum á samþykktum veiðifélaga má afnema deildaskiptingu veiðifélagsins eða breyta umdæmi starfandi deilda. Nú tekur félagsfundur ákvörðun um að afnema deildaskiptingu veiðifélags og getur þá félagsfundur í deild óskað eftir að stofna veiðifélag á starfssvæði deildarinnar, sbr. 2. mgr. 38. gr. Um fjárhagslegan aðskilnað veiðifélags og deildar fer samkvæmt VII. kafla. 7. Nú starfar veiðifélag í deildum og er þá heimilt að setja ákvæði í samþykkt veiðifélagsins um að fulltrúar deilda skuli eiga sæti í stjórn þess.Núgildandi lög, sama ákvæði: 4. mgr. 39. gr. laganna: Í samþykktum má ákveða að félag skuli starfa í deildum, enda taki hver deild yfir tiltekið veiðivatn eða hluta vatns. Hver deild ráðstafar þá veiði í sínu umdæmi með þeim skilyrðum sem aðalfundur félagsins setur.Eins og áður sagði er frumvarpið samið á grundvelli tillagna starfshóps sem skipaður var fyrir rúmu ári síðan. Starfshópinn skipa: -Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, sem var formaður starfshópsins -Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu -Sigríður Norðmann, lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytin Einnig starfaði með starfshópnum Ingimar Jóhannsson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. (Eftir breytingar á ráðuneytum starfa þau Sigríður og Ingimar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.) trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði