Sport

Sævar undir Ólympíulágmarki

mynd/ski.is
Skíðagöngukappinn Sævar Birgisson náði frábærum árangri á FIS-móti í Idre í Svíþjóð þegar hann lækkaði sig í 86 FIS-punkta. Hann varð í 13. sæti í keppninni og er langt undir Ólympíulágmarki sem er 120 punktar.

Sævar átti best 145 punkta en þeim árangri náði hann í er hann keppti í Bruksvallarna fyrir hálfum mánuði.

Á sunnudag var svo keppt í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og þar náði Sævar einnig sínum besta árangri til þessa þegar hann hafnaði í 40.sæti sem gaf honum 123 punkta.

Brynjar Leó Kristinsson keppti einnig um helgina en náði ekki að toppa sinn besta árangur en þeir félagar munu keppa næst í Noregi helgina 15.-16. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×