Emil Hallfreðsson og félagar í B-deildarliði Hellas Verona eru úr leik í ítalska bikarnum eftir tap, 2-0, gegn stórliði Inter.
Verona stóð lengi vel í Mílanórisanum og markalaust var í hálfleik.
Þeir Cassano og Guarin skoruðu aftur á móti snemma í þeim síðari og kláruðu leikinn fyrir Inter.
Emil lék sem fyrr á miðjunni hjá Verona og spilaði allan leikinn. Hann fékk gult spjald í síðari hálfleik.
