Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi karatefólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 12:45 Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Kristján Helgi Carrasco með Íslandsmeistara sína í kata. Mynd/Karatesamband Íslands Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk. Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk.
Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira