Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli 14. desember 2012 23:13 Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. Lanza lést á vettvangi í Sandy Hook. Ekki hefur fengist staðfest hvort að lögreglumenn hafi fellt hann eða hvort að hann hafi svipt sig lífi. Alls létust 20 börn, flest yngri en tíu ára, í árásinni. Þar af létust tvö börn á sjúkrahúsi stuttu eftir skotárásina. Sex kennarar og starfsmenn Sandy Hook féllu í árásinni. Er þetta eitt versta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna. Eftirlifendur árásarinnar segja að Lanza hafa gengið inn í kennslustofu í Sandy Hook og skotið kennslukonu til bana áður en hann hóf að skjóta á hóp barna sem var í stofunni. Seinna meir kom í ljós að kennarinn var móðir Lanza. Grunur leikur á að Lanza hafi orðið öðrum manni að bana annars staðar í Newtown. Lanza var svartklæddur þegar hann gekk inn í Sandy Hook á fimmta tímanum í dag. Hann var með grímu fyrir andliti sínu og vopnaður tveimur hálfsjálfvirkum skammbyssum sem og öflugum .223 kalíbera hríðskotariffli. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því fyrr í kvöld að Ryan Lanza lægi undir grun í um að eiga aðild að fjöldamorðinu og var ljósmynd af honum birt á helstu sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Stuttu seinna kom í ljós að Ryan var á lífi og að tengsl hans við morðin væru aðeins þau að vera tengdur Adam fjölskylduböndum. Samkvæmt fréttaveitunni AP var Ryan yfirheyrður af lögreglunni í Newtown í kvöld. Minningarathöfn verður haldin í Newtown á miðnætti í kvöld. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. Lanza lést á vettvangi í Sandy Hook. Ekki hefur fengist staðfest hvort að lögreglumenn hafi fellt hann eða hvort að hann hafi svipt sig lífi. Alls létust 20 börn, flest yngri en tíu ára, í árásinni. Þar af létust tvö börn á sjúkrahúsi stuttu eftir skotárásina. Sex kennarar og starfsmenn Sandy Hook féllu í árásinni. Er þetta eitt versta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna. Eftirlifendur árásarinnar segja að Lanza hafa gengið inn í kennslustofu í Sandy Hook og skotið kennslukonu til bana áður en hann hóf að skjóta á hóp barna sem var í stofunni. Seinna meir kom í ljós að kennarinn var móðir Lanza. Grunur leikur á að Lanza hafi orðið öðrum manni að bana annars staðar í Newtown. Lanza var svartklæddur þegar hann gekk inn í Sandy Hook á fimmta tímanum í dag. Hann var með grímu fyrir andliti sínu og vopnaður tveimur hálfsjálfvirkum skammbyssum sem og öflugum .223 kalíbera hríðskotariffli. Fjölmiðlar vestanhafs og víðar greindu frá því fyrr í kvöld að Ryan Lanza lægi undir grun í um að eiga aðild að fjöldamorðinu og var ljósmynd af honum birt á helstu sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. Stuttu seinna kom í ljós að Ryan var á lífi og að tengsl hans við morðin væru aðeins þau að vera tengdur Adam fjölskylduböndum. Samkvæmt fréttaveitunni AP var Ryan yfirheyrður af lögreglunni í Newtown í kvöld. Minningarathöfn verður haldin í Newtown á miðnætti í kvöld.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira