Forráðamenn NFL-deildarinnar eru frekar íhaldssamir og ekki viljað breyta miklu. Það hefur þó ýmislegt breyst á síðustu árum með leikjum í Evrópu og á fimmtudögum.
Nú eru forráðamennirnir að hugsa um eina stærstu breytingu sem hefur verið gerð í áraraðir en það er að stækka úrslitakeppnina.
Allt frá árinu 1990 hafa tólf lið komist í úrslitakeppnina sem hefur verið með sama formi síðan þá. Nú er rætt að stækka úrslitakeppnina upp í fjórtán eða sextán lið.
Yfirmaður deildarinnar, Roger Goodell, hefur staðfest að búið sé að funda um málið og það verði gert áfram næstu mánuði.
NFL hyggur á breytingar á úrslitakeppninni
