Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir hafa verið útnefnd danspar ársins af Dansíþróttasambandi Íslands.
Sigurður og Sara, sem bæði eru fædd árið 1992, hafa dansað saman síðan árið 2000. Þau urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar á árinu og unnu sér rétt til þátttöku á þeim þremur heimsmeistaramótum sem í boði voru. Þá urðu þau einnig bikarmeistarar í latin dönsum.
Parið hefur verið á faraldsfæti síðustu mánuði við keppni fyrir Íslands hönd í Noregi, Svíþjóð, Ástralíu, Spáni, Danmörku og Austurríki. Um helgina keppa þau á móti í Lettlandi.
Í tilkynningu frá Dansíþróttasambandinu kemur fram að Sigurður og Sara eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur danspör, hvort sem er við þjálfun eða ástundun.
Sigurður og Sara danspar ársins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
