Gummi Kristjáns: Ánægður að þetta sé frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2012 14:26 Mynd/Heimasíða Start Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira