Jón Gnarr vekur hrifningu netverja - svarar spurningum um allt milli himins og jarðar 11. desember 2012 21:35 Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík. mynd/stefán karlsson Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit í kvöld. Netverjar voru augljóslega áhugasamir um starf borgarstjórans en hundruð spurninga bárust. Notendur Reddit, sem eru þúsundir talsins, forvitnuðust um það í gær hvort að Jón væri reiðubúinn að svara spurningum þeirra. Jón birti svar á Fésbókinni í gærkvöld þar sem einfaldlega stóð: „áskorun samþykkt." Reddit er ein vinsælasta vefsíða veraldar. Hún er nokkurskonar fréttasía þar sem notendur birta og dreifa ljósmyndum, myndböndum, texta eða öðru efni. Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör sem birtust í umræðunum í kvöld: TheJoePilato spyr: Hvaða ráðleggingar hefur þú fyrir helstu þjóðarleiðtoga? Jón: „Verið þið sjálf. Ekki vera ill. Sýnið hluttekningu. Ginger_breadman spyr: Hver er skoðun þín á hlýnun jarðar? Jón: „Hnattræn hitnun er staðreynd. Áhrifin á Ísland eru að mestu jákvæð. Veðrið batnar hér með hverju ári." Krattr spyr: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið? Jón: „Ég hef enga skoðun á því en ég held að mikilvægi þess séu stórlega ofmetin." Telecastah spyr: Sæll Jón. Leynivinur gaf mér flösku af Ópal. Hvernig mælirðu með að maður innbyrði það? Jón: „Ég myndi ekki gera það." Dabbistify spyr: Hvað er það sem þú sérð mest eftir? Jón: „Ég vildi að ég hefði klárað skólann og orðið taugavísindamaður." FHayek spyr: Ertu hræddur við dóttur þína? Hún er ansi sterk. Jón: „Nei. Hún myndi aldrei lemja mig. Held ég." Letterbocks spyr: Sæll Jón. Hvað segirðu um verk Hugleiks Dagssonar? Jón: „Hann er frábær. Ég er einmitt móðir hans."Hægt er að nálgast umræðurnar í heild sinni hér.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira