Glitnismenn geta tekið refsinguna út með samfélagsþjónustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2012 14:49 Við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd/ GVA. Þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason munu ekki þurfa að sitja af sér refsingu vegna Vafningsdómsins í fangelsi. Í staðinn munu þeir geta tekið út refsinguna með samfélagsþjónustu. Þeir voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Þrír mánuðir eru því óskilorðsbundir hjá hvorum þeirra. Í 28. grein laga um fullnustu refsinga kemur fram að þegar fangelsisrefsing er fullnustuð með samfélagsþjónustu jafngildir 40 klukkustunda samfélagsþjónusta eins mánaðar fangelsisrefsingu. Hafi gæsluvarðhald komið til frádráttar fangelsisrefsingu skuli taka tillit til þess við útreikning á fjölda klukkustunda. Hvorki Guðmundur né Lárus sættu gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Þeir munu því báðir þurfa að taka út 120 klukkustundir í samfélagsvinnu. Það samsvarar þremur fimm daga vinnuvikum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að menn geti dreift slíkri vinnu yfir á lengra tímabil. Þeir geti því til dæmis stundað vinnu á meðan samfélagsþjónustan fer fram. Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23 Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rannsakenda sem voru kærðir Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með lánveitingu upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. 28. desember 2012 14:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Þeir Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason munu ekki þurfa að sitja af sér refsingu vegna Vafningsdómsins í fangelsi. Í staðinn munu þeir geta tekið út refsinguna með samfélagsþjónustu. Þeir voru í dag dæmdir í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Þrír mánuðir eru því óskilorðsbundir hjá hvorum þeirra. Í 28. grein laga um fullnustu refsinga kemur fram að þegar fangelsisrefsing er fullnustuð með samfélagsþjónustu jafngildir 40 klukkustunda samfélagsþjónusta eins mánaðar fangelsisrefsingu. Hafi gæsluvarðhald komið til frádráttar fangelsisrefsingu skuli taka tillit til þess við útreikning á fjölda klukkustunda. Hvorki Guðmundur né Lárus sættu gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stóð. Þeir munu því báðir þurfa að taka út 120 klukkustundir í samfélagsvinnu. Það samsvarar þremur fimm daga vinnuvikum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að menn geti dreift slíkri vinnu yfir á lengra tímabil. Þeir geti því til dæmis stundað vinnu á meðan samfélagsþjónustan fer fram.
Vafningsmálið Dómsmál Tengdar fréttir Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23 Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06 Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rannsakenda sem voru kærðir Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með lánveitingu upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. 28. desember 2012 14:32 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Hátt reitt til höggs "Það er alveg ljóst að það var hátt reitt til höggs,“ segir Þórður Bogason, verjandi Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu. Guðmundur og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fengu í dag níu mánaða fangelsisdóm, þar af sex mánuði skilorðsbundna. Guðmundur Hjaltason var ekki viðstaddur dómsuppsögu. Það var hins vegar Lárus Welding en hvorki hann né Óttar Pálsson, verjandi hans, vildu tjá sig um dómsuppsöguna. Þórður Bogason segir að niðurstaðan sýni að sérstakur saksóknari þurfi að fara í naflaskoðun á því hvernig hann vinnur hlutina. 28. desember 2012 14:23
Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason sakfelldir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik í Heraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. desember 2012 14:06
Ríkið greiðir 20 milljónir vegna rannsakenda sem voru kærðir Íslenska ríkið þarf að greiða helminginn af málskostnaði lögfræðinga Lárusar Weldings og Guðmundar Hjaltasonar, sem voru dæmdir fyrir umboðssvik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með lánveitingu upp á rúma tíu milljarða til handa Vafningi sem var í raun lán til þess að greiða upp skuldir Milestone. 28. desember 2012 14:32