Skipt um hluta girðingarinnar á næsta ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2012 13:05 Litla Hraun. Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir að skipt verið um hluta girðingarinnar við Litla-Hraun á næsta ári. Bilun í tækjabúnaði hafi orðið til þess að Matthías Máni náði að strjúka úr fangelsinu en hann var yfirheyrður í morgun. Lögreglan á Selfossi yfirheyrði strokufangann Matthías Mána í morgun en samkvæmt upplýsingum frá henni er þetta í annað sinn sem rætt er við hann um flóttann. Lögreglumenn fóru yfir atburðarásina með honum strax eftir að hann gaf sig fram á aðfangadag. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir Matthías hafa sloppið út vegna bilunar í tækjabúnaði. „Þarna vegast á innra og ytra öryggi. Innra öryggi felst í eftirliti starfsmanna. Þarna hefur starfsmaður verið með eftirlit með fjórum föngum í fjósi sem er nú þarna innan girðingar. Fanganum tekst þar að víkja sér frá. Þá á auðvitað ytra öryggið að taka við, það er að segja hreyfanlegar myndavélar, um leið og viðkomandi kemst að girðingu á það að skjótast upp á skjá, það gerðist ekki. Þannig að hann fór yfir girðinguna, það hefur áður komið fram að það sé tiltölulega einfalt að komast yfir hana, og það er staðan og þannig kemst hann út." Páll segir starfsmanninn ekki hafa gert mistök heldur hafi ytri öryggið ekki virkað. Hann segir að bæta þurfi girðingu við Litla-Hraun. Kostnaður við að skipta um hana alla sé um 150 milljónir. Það sé of dýrt. Þess í stað verði skipt um hluta hennar á næsta ári. „Það er hægt að áfangaskipta þessu og það er það sem við erum búin að gera. Ekki vegna þessa stroks heldur við gerðum það um leið og fyrir lá að við fengju aftur 50 milljónir. Þá áfangaskiptum við út frá öryggissjónarmiðum hvað væri brýnast að gera. Á meðal þess er hluti girðingar innan svæðisins," segir hún. Þegar Matthías Máni gaf sig fram á Ásólfsstöðum sagði hann við bóndann að hann óttaðist að verða vistaður með Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni sem eru fangar á Litla-Hrauni. „Það liggur ekki fyrir hvar Matthías Máni verður vistaður en við munum auðvitað tryggja öryggi hans innan fangelsisins," sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira