Handbolti

Alexander tekur þátt í sýningarleik í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni vegna meiðsla eins og áður hefur komið fram en hann ætlar hinsvegar að taka þátt í sýningarleik í New York 30. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu New York City Team handball.

Sýningarleikurinn er undir yfirskriftinni "New York City Battle The World All Stars" en þetta er fjórða árið í röð sem Bandaríkjamenn kynna handboltann með þessum hætti fyrir New York búum.

Alexander er í úrvalsliðinu og með honum spila kunnar alheimsstjörnur eins og Wislander, Vranjes, Lövgren, Hens, Bauer, Xepkin, Dzomba, Roth, Schwenke og Amalou. Það er hægt að lesa meira um leikinn með því að smella hér.

Það er heiður fyrir Alexander að vera boðaður í þennan leik og hann hefur ákveðið að taka boðinu þrátt fyrir að vera glíma við axlarmeiðslin sem halda honum frá þátttöku með íslenska landsliðinu á HM á Spáni.

Alexander Petersson verður væntanlega með Rhein-Neckar Löwen í dag þegar liðið mætir MT Melsungen í síðasta leik sínum fyrir HM-frí en í framhaldinu af því mun Alexander síðan fara til New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×