Andri Þór Björnsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði 18. sæti á Dixie Amateur golfmótinu á Flórída sem lauk í gær.
Andri Þór spilaði lokahringinn á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Hann lauk leik samanlagt á 288 höggum eða einu höggi yfir pari.
Arnór Ingi Finnbjörnsson spilaði lokahringinn á tíu höggum yfir pari og var á átta höggum yfir pari samanlagt í 49. sæti.
Lokastöðuna í mótinu má sjá hér.
