Handbolti

Hemmi Hreiðars tekur fram handboltaskóna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hermann Hreiðarsson er þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV.
Hermann Hreiðarsson er þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Mynd/Óskar
Ansi hreint athyglisverður leikur fer fram í sextán liða úrslitum Símabikars karla í handbolta í Vestamannaeyjum annað kvöld. Þá mætast A-lið og B-lið ÍBV.

Fjölmargar kunnar kempur munu draga fram handboltaskóna á nýjan leik og spila með b-liðinu að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Meðal þeirra eru þjálfarar A-liðsins þeir Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson.

B-liðið er kynnt til leiks í myndbandi sem er að finna hér að neðan. Þar má sjá fyrrverandi landsliðsmenn á borð við Birki Ívar Guðmundsson og Gunnar Berg Viktorsson, knattspyrnukappann Gunnar Sigurðsson, bæjarstjórann Elliða Vignisson auk Hermanns Hreiðarssonar og fleiri gamalla kempa.

„Þeir mæta allir," segir í texta í myndbandinu og ljóst að b-lið Eyjamanna er afar sterkt. Myndbandið ber heitir „Menn úr stáli ÍBV-b" og er skylduáhorf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×