Mugison „beint úr ævintýrunum“ Guðni Ágústsson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aldrei fór ég suður Guðni Ágústsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun