Drive, Bridesmaids og Melancholia myndir ársins 4. janúar 2012 14:00 Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir. Golden Globes Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir.
Golden Globes Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira