Skoða stöðu Jens eftir viðbrögð stjórnvalda 10. janúar 2012 06:15 Talið er að um 400 konur hér á landi hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P., sem innihéldu hættulegt iðnaðarsílíkon. Myndin er úr safni. Nordicphotos/afp Nordicphotos/afp Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira