Fækkun ráðuneyta og efling Stjórnarráðsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2012 11:30 Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun