
Útbrunnin umræðuhefð
Það er mikilvægt að menn færi rök fyrir skoðunum sínum, því þá þjálfa þeir á sama tíma hugsun sína og skilning og jafnframt hugsun þeirra sem fylgjast með orðræðunni. Í fjölmennum samfélögum lærist mörgum snemma að virða viðurkennda samskiptasiði ef þeir vilja ná markmiðum sínum og gera samfélagið ánægjulegra. Meðal annars að sýna nærgætni, áhuga og virðingu í hvers konar mannlegum samskiptum.
Í því samhengi er fjallað um mikilvægi þess sem kallað er social capital eða félagslegur auður og við Íslendingar þurfum að rækja betur, ekki síst til að ná okkur út úr efnahagsörðugleikunum. Frelsi og jafnrétti – af hverju ekki líka bræðralag. Er það ekki misskilningur að það hugtak sé gamaldags ?
Evrópusambandið er samband fullvalda lýðræðisríkja sem hafa ákveðið að hafa með sér mjög nána samvinnu. Um töku ákvarðana innan þessa samstarfs gilda ákveðnar reglur. Samvinna þeirra og ákvarðanir krefjast samráðs, samskiptahæfni fulltrúa þeirra og virðingar fyrir málefnum hverrar aðildarþjóðar. Áhugavert væri að sjá þróun íslenskrar umræðu- og samskiptahefðar í því umhverfi. Það væri góður skóli og líklega sá eini sem er í boði á því sviði.
Hvernig eflum við framtíð þjóðarinnar ?Leita þarf allra leiða til að tryggja farsæla framtíð þjóðarinnar. Af henni höfum við áhyggjur. Eru stjórnmálaflokkarnir að efla okkur trú á betri tíð á Íslandi með blóm í haga?
Hugsanlega felast mestir möguleikar í þeirri ákvörðun Alþingis að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort aðild að sambandinu væri okkur hagstæð eða ekki að mati kosningabærra manna. Enginn getur sagt til um það fyrirfram hvað út úr þeim viðræðum kemur, þótt öðru sé stundum haldið fram. Það er mikilvægt að nýta þetta tækifæri til þess að yfirfara alla okkar hagsmuni gagnrýnum augum og vinna að úrbótum á þeim sviðum sem nauðsyn ber til. Spyrja í einstökum tilvikum hvernig þetta væri ef við værum aðilar að ESB! Ef til vill hafa einhverjir stjórnmálaflokkar þessar spurningar uppi innan sinna vébanda þótt það fari ekki hátt.
Ljóst má vera að meirihluti þjóðarinnar styður vestræna samvinnu. Það er því fullt tilefni til að skoða það ítarlega með sama hætti og Norðmenn hvort það sé okkur ekki fyrst og fremst til vansa að vera ekki meðal þátttökuþjóðanna af fullum þunga, í stað þess að veita einhliða viðtöku löggjöf og reglum sem þær ákveða á grundvelli EES samningsins. Annars er samanburður á aðstöðu Íslands og Noregs alltaf önugur, því staðreyndin er sú að Norðmenn eru efnaðir, en Íslendingar berjast í bökkum.
Skoðun

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar