Skeggleysi bara tískubóla 28. janúar 2012 13:00 Skegg og gaman Stjúri hefur lengi predikað fyrir skeggvexti og segir skeggleysi vera tískubólu sem er við það að springa.fréttablaðið/pjetur Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu." Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira
Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu."
Lífið Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira