Leiðindi á leiðindi ofan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 8. febrúar 2012 11:00 Hver veit hvaða köflum í viðræðum við Evrópusambandið er lokið? Og hverjir eftir? Hver getur svarað því hvað aðild að sambandinu þýðir fyrir Ísland? Förum við á hausinn? Á spenann? Fyllist allt af Evrópubúum hér á landi? Stóreykst útflutningur okkar til Evrópu? Eykst atvinnuleysið og hrynur efnahagurinn? Fjölgar störfum og styrkjast innviðirnir? Missum við réttindi? Aukast réttindin? Hver í ósköpunum veit þetta? Ekki ég, það er á hreinu. Og það sem verra er, sá litli áhugi sem ég hafði á málinu minnkar dag frá degi. Því fleiri sem tjá sig um aðild Íslands, því minni verður áhuginn. Sem er slæmt. Ef fram heldur sem horfir mun ég þurfa að greiða atkvæði um þá aðild einhvern tímann á næstu árum. Ég og þið öll. Og á hverju í ósköpunum eigum við að byggja þá ákvörðun? Andstæðingar aðildarinnar hrópa hátt um föðurlandssvik og landráð, sjá Evrópusamsæri í hverju horni, ekkert fé má koma til landsins frá Evrópusambandinu og fuglar eru friðaðir til að aðlaga þjóðina að verunni í ESB. Stuðningsmenn sjá aðild sem svar við öllu því sem aflaga fer. Þarf að bæta réttindi launafólks? Jú, göngum í ESB! Er íslenska krónan veik? ESB er svarið! Verðtryggingin vandamál! Bittenú, hún hverfur með aðild að ESB og upptöku evrunnar! Þvílík endemis umræða. Og það sorglega er að hún á bara eftir að verða verri. Þegar viðræður um sjó og land hefjast munu brigslin aukast og ávirðingarnar verða svívirðilegri. Lýðræði er til margra hluta nytsamt, en það byggir á þeirri hugmynd að kjósendur taki upplýsta ákvörðun. Vonandi verður sú raunin í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrirhuguðu, en ansi hreint margt bendir til þess að menn séu búnir að skipa sér í lið. Og hvaða eiga menn eins og ég sem ekkert vita í sinn haus um málið og hafa ekki enn mótað sér skoðun að gera? Jú, upplýsast. Það er hins vegar hægara sagt en gert. 99 prósent af því sem ritað er um Evrópusambandið eru á pari við umræðu um skeggflösu hvað skemmtanagildi varðar. Heittrúað fólk í trúboði er einfaldlega leiðinlegt. Þá er bara að kúra sig með konunni í sófanum, borða popp og horfa á heilalaust sjónvarpsefni. Verst að ákvörðunin um ESB hefur víst áhrif á framtíð þessa lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Hver veit hvaða köflum í viðræðum við Evrópusambandið er lokið? Og hverjir eftir? Hver getur svarað því hvað aðild að sambandinu þýðir fyrir Ísland? Förum við á hausinn? Á spenann? Fyllist allt af Evrópubúum hér á landi? Stóreykst útflutningur okkar til Evrópu? Eykst atvinnuleysið og hrynur efnahagurinn? Fjölgar störfum og styrkjast innviðirnir? Missum við réttindi? Aukast réttindin? Hver í ósköpunum veit þetta? Ekki ég, það er á hreinu. Og það sem verra er, sá litli áhugi sem ég hafði á málinu minnkar dag frá degi. Því fleiri sem tjá sig um aðild Íslands, því minni verður áhuginn. Sem er slæmt. Ef fram heldur sem horfir mun ég þurfa að greiða atkvæði um þá aðild einhvern tímann á næstu árum. Ég og þið öll. Og á hverju í ósköpunum eigum við að byggja þá ákvörðun? Andstæðingar aðildarinnar hrópa hátt um föðurlandssvik og landráð, sjá Evrópusamsæri í hverju horni, ekkert fé má koma til landsins frá Evrópusambandinu og fuglar eru friðaðir til að aðlaga þjóðina að verunni í ESB. Stuðningsmenn sjá aðild sem svar við öllu því sem aflaga fer. Þarf að bæta réttindi launafólks? Jú, göngum í ESB! Er íslenska krónan veik? ESB er svarið! Verðtryggingin vandamál! Bittenú, hún hverfur með aðild að ESB og upptöku evrunnar! Þvílík endemis umræða. Og það sorglega er að hún á bara eftir að verða verri. Þegar viðræður um sjó og land hefjast munu brigslin aukast og ávirðingarnar verða svívirðilegri. Lýðræði er til margra hluta nytsamt, en það byggir á þeirri hugmynd að kjósendur taki upplýsta ákvörðun. Vonandi verður sú raunin í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrirhuguðu, en ansi hreint margt bendir til þess að menn séu búnir að skipa sér í lið. Og hvaða eiga menn eins og ég sem ekkert vita í sinn haus um málið og hafa ekki enn mótað sér skoðun að gera? Jú, upplýsast. Það er hins vegar hægara sagt en gert. 99 prósent af því sem ritað er um Evrópusambandið eru á pari við umræðu um skeggflösu hvað skemmtanagildi varðar. Heittrúað fólk í trúboði er einfaldlega leiðinlegt. Þá er bara að kúra sig með konunni í sófanum, borða popp og horfa á heilalaust sjónvarpsefni. Verst að ákvörðunin um ESB hefur víst áhrif á framtíð þessa lands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun