Hrífandi ævintýri um Hugo 9. febrúar 2012 14:00 Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna. Golden Globes Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira
Dramatísku ævintýramyndinni um munaðarlausa drenginn Hugo hefur verið vel tekið vestanhafs en hún hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna á dögunum. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun. Myndin Hugo gerist í París á fjórða áratug síðustu aldar og er dramatísk ævintýramynd sem spilar á tilfinningaskalann. Myndin er sú fyrsta sem leikstjórinn frægi Martin Scorsese tekur í þrívídd en honum líkaði tæknin vel. „Mér fannst þrívíddin mjög áhugaverð vegna þess hve mikið hún sýnir af tilfinningum leikaranna. Hver einasta hreyfing og hverri einustu hugsun er mun betur fylgt eftir með hjálp tækninnar." Myndin er byggð á metsölubók Brians Selznick og fjallar um hinn tólf ára gamla Hugo Cabret sem neyðist til að flytja til drykkfellds frænda eftir að faðir hans fellur frá. Frændinn vinnur við að laga klukkuna á aðallestarstöð borgarinnar en lætur sig skyndilega hverfa og verður Hugo því einn síns liðs á lestarstöðinni. Hann kemur sér fyrir í veggjum stöðvarinnar og stelur sér mat. Þar vinnur hann að sínu metnaðarfyllsta verkefni, að laga vélmenni sem faðir hans byggði. Hugo kynnist jafnaldra sínum Ísabellu og saman reyna þau að leysa ráðgátuna um vélmennið en Hugo er handviss um að vélmennið geymi mikilvæg skilaboð til hans frá föðurnum. Myndin hefur fengið góðar viðtökur gagnrýnenda og hlaut flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna eða ellefu talsins, meðal annars sem besta myndin og besti leikstjórinn. Scorsese hlaut einmitt Golden Globe-verðlaunin á dögunum fyrir bestu leikstjórn í Hugo. Gagnrýnendur ausa myndina lofi og hafa blöð eins og Time, New York Daily News og Hollywood Reporter gefið myndinni fullt hús stiga. Gagnrýnandi Empire segir myndina vera einstakt sjónarspil fyrir börn jafnt sem fullorðna.
Golden Globes Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Sjá meira