Orkan er takmörkuð auðlind Mörður Árnason skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun