Staða lánþega er skýr Guðmundur Andri Skúlason skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun