Blíðar móttökur aðdénda Pain of Salvation í Evrópu 21. febrúar 2012 07:15 Ragnar Sólberg ferðast nú um Evrópu ásamt hljómsveitinni Pain of Salvation. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Ég hef fengið mjög góðar viðtökur. Bæði frá gagnrýnendum og aðdáendum - þau virðast strax vera búin að samþykkja mig," segir tónlistarmaðurinn Ragnar Sólberg. Ragnar gekk nýlega til liðs við sænsku progg-þungarokkhljómsveitina Pain of Salvation. Hljómsveitin á aðdáendur víða um heim og er núna á tónleikaferðalagi um Evrópu. Ragnar er ánægður með viðtökurnar, en hann bjóst ekki við að þær yrðu svona góðar. „Ég bjóst algjörlega við því að mæta mótspyrnu og var viðbúinn því að þurfa að hrækja framan í mótmælendur, en ég er alveg búinn að sleppa við það hingað til," segir Ragnar, sem var staddur í Suður-Frakklandi þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann segir að mórallinn í hljómsveitinni hafi verið góður frá fyrsta degi tónleikaferðalagsins, sem hófst í Skotlandi 10. febrúar. „Það er auðvitað voða mikill einkahúmor í gangi," segir Ragnar. „Sérstaklega hjá mér og trommaranum, báðir erum við innflytjendur og leikum okkur glatt að því að bulla á sænsku og búa til ný orð og svona. Tæknimennirnir og rótararnir eru á svipuðum aldri og ég og fullir af fjöri, fara seinastir að sofa og vakna fyrstir með bros á vör. Maður er náttúrulega löngu búinn að snúa sólarhringnum við þannig að aðallífið er á næturna, yfirleitt að hlusta á Kiss eða horfa á myndir á meðan rótararnir djamma í sínu horni." Ragnar er kominn til Spánar og kom fram ásamt Pain of Salvtaion í Madríd í gær og kemur fram í Barselóna í kvöld. Tónleikaferðalagið endar svo í Stokkhólmi í 26. mars eftir viðkomu í 14 löndum Evrópu á rúmum mánuði. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira