Rokk í geðveikinni í Crossfit 24. febrúar 2012 08:00 góður árangur Arnar varð í áttunda sæti í karlaflokki í Crossfit mótinu sem fram fór um síðustu helgi. Hann er einnig gítarleikari hljómsveitarinnar Sign. Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira