Lífið

Í nýju gervi á Óskarshátíðinni

einræðisherra
Sacha Baron Cohen vill ganga eftir rauða dreglinum í gervi einræðisherra.
nordicphotos/getty
einræðisherra Sacha Baron Cohen vill ganga eftir rauða dreglinum í gervi einræðisherra. nordicphotos/getty
Sacha Baron Cohen er sagður vilja mæta á Óskarsverðlaunin á sunnudaginn í gervi einræðisherrans sem hann leikur í sinni nýjustu gamanmynd, The Dictator.

Skipuleggjendur hátíðarinnar eru ekki hrifnir af þessari hugmynd og ólíklegt er að hann fái að framkvæma hana. Cohen var boðið á hátíðina vegna leiks síns í ævintýramyndinni Hugo í leikstjórn Martins Scorsese. „Við erum ekki búnir að banna honum að mæta á hátíðina. Við erum bara að bíða eftir því hvað hann ætlar sér að gera," sagði fulltrúi Óskarsins.

Cohen hefur áður mætt á vakið athygli á samkomum sem þessum. Eitt sinn mætti hann í gervi Borats á kvikmyndahátíðina í Toronto og á MTV-hátíðinni 2009 var hann í gervi tískulöggunnar Brunos.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×