Hefði tekið 2-3 ár að flytja Kaupþing 10. mars 2012 07:00 Vilhelm Már Þorsteinsson lýsti því yfir að alls hafi 13 stór verkefni verið í gangi innan Glitnis á árinu 2008 sem miðuðu að því að auka laust fé. Fréttablaðið/GVA Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verjandi Geirs H. Haarde, Andri Árnason, kallaði fjölmarga fyrrverandi starfsmenn íslensku bankanna og menn sem sátu í skilanefndum þeirra í vitnastúku í gær til að lýsa hvers konar ástand var fyrir eignasölu á árinu 2008. Einn ákæruliðurinn á hendur Geir snýr að því að hann hafi ekki beitt sér nægjanlega gagnvart því að minnka íslenska bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Vitnin voru öll á einu máli um að eignasala hefði verið erfið og myndi að öllum líkindum hafa mjög neikvæð áhrif á eigið fé bankanna. Þess utan myndu þau senda skilaboð út á markaðinn að bankarnir væru í vandræðum. Því hefði eignasala í raun getað haft þau áhrif að fella bankana, frekar en að bjarga þeim. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í slitastjórn Kaupþings og starfaði hjá bankanum fyrir hrun, var spurður út í „Project Hans" og „Project Einar", endurskipulagningarhugmyndir sem Hreiðar Már Sigurðsson sagði á fimmtudag að hefðu verið á teikniborðinu hjá Kaupþingi. Jóhannes Rúnar sagði endurskipulagningar vanalega taka tvo til átján mánuði. Í tilviki Kaupþings hafi verið um fjármálafyrirtæki að ræða sem hefði verið með hlutabréf skráð í tveimur löndum (Íslandi og Svíþjóð), með mjög flókna fjármögnun og ytri aðstæður á árinu 2008 hafi verið mjög vondar. „Flækjustigið í þessu tilviki var margfalt." Auk þess snerist „Project Einar" um að flytja höfuðstöðvar bankans til Bretlands, en erlendur banki hafði aldrei gert slíkt áður. Að mati Jóhannesar myndi svona flutningur, væri hann gerlegur, því taka tvö til þrjú ár hið minnsta. Hann taldi „Project Hans", sem snerist um að flytja hluta af starfsemi bankans frá Íslandi til Danmerkur annars vegar og Bretlands hins vegar, hefði í raun ekki breytt neinu til skamms tíma fyrir Kaupþing.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira