Sameining bankanna var áhugamál JP Morgan 13. mars 2012 07:00 Lárus sagði það hafa verið vonbrigði að tíminn fram að gjalddaga á láni Glitnis, um þrjár vikur, hafi ekki verið nýttur í stað þess að þjóðnýta bankann strax í lok september. fréttablaðið/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin. Landsdómur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin.
Landsdómur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira