Söngkona Galaxies stofnar stjörnufræðifélag 22. mars 2012 13:00 Stofnandi Stjörnuskoðunarfélags Védís Vandíta Guðmundsdóttir tónlistarkona er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja.fréttablaðið/stefán karlsson Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félagsins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Védís segir stjörnuskoðun vera hennar helsta áhugamál fyrir utan tónlistina. Ákveðið var að stofna stjörnuskoðunarfélag í Vestmannaeyjum eftir að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að byggja upp áhugann á faginu í bænum. Alls mættu um þrjátíu einstaklingar á fyrsta fund félagsins á þriðjudag sem lýsir miklum áhuga Vestmannaeyinga á stjörnuskoðun. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu allt frá því ég var barn, þetta lá þó í svolitlum dvala á meðan tónlistin átti hug minn allan, en hefur nú blossað aftur upp. Ég á tvo stjörnukíkja sem ég nota mikið á veturna þegar maður er nógu heppinn að fá stjörnubjört kvöld," upplýsir Védís sem hyggur jafnvel á nám í greininni í nánustu framtíð. Hún segir stjörnuskoðun vera hollt áhugamál og fylgist sjálf spennt með uppgötvunum Keplerssjónaukans. „Stjörnuskoðun gerir mér gott því þá átta ég mig á því hvað lítilsháttar vandamál eru í raun agnarsmá miðað við stærra samhengi. Þetta er líka bara gaman og fyrir mína parta varð ekki aftur snúið þegar ég var á annað borð byrjuð. Ég fylgist núna spennt með Keplerssjónaukanum og bíð bara eftir því að hann finni plánetu með öðru lífkerfi." Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja heldur mánaðarlega fundi og stefnir einnig á samvinnu við grunn- og framhaldsskólann í bænum. „Okkur langar að byggja þetta upp af krafti," segir Védís að lokum. - sm Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Védís Vandíta Guðmundsdóttir, tónlistarkennari og meðlimur í hljómsveitinni Galaxies, er stofnandi og stjórnarmeðlimur nýstofnaðs Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja. Fyrsti fundur félagsins fór fram í byrjun vikunnar og fór aðsóknin fram úr björtustu vonum. Védís segir stjörnuskoðun vera hennar helsta áhugamál fyrir utan tónlistina. Ákveðið var að stofna stjörnuskoðunarfélag í Vestmannaeyjum eftir að nokkrir áhugamenn komu sér saman um að byggja upp áhugann á faginu í bænum. Alls mættu um þrjátíu einstaklingar á fyrsta fund félagsins á þriðjudag sem lýsir miklum áhuga Vestmannaeyinga á stjörnuskoðun. „Ég hef haft mikinn áhuga á þessu allt frá því ég var barn, þetta lá þó í svolitlum dvala á meðan tónlistin átti hug minn allan, en hefur nú blossað aftur upp. Ég á tvo stjörnukíkja sem ég nota mikið á veturna þegar maður er nógu heppinn að fá stjörnubjört kvöld," upplýsir Védís sem hyggur jafnvel á nám í greininni í nánustu framtíð. Hún segir stjörnuskoðun vera hollt áhugamál og fylgist sjálf spennt með uppgötvunum Keplerssjónaukans. „Stjörnuskoðun gerir mér gott því þá átta ég mig á því hvað lítilsháttar vandamál eru í raun agnarsmá miðað við stærra samhengi. Þetta er líka bara gaman og fyrir mína parta varð ekki aftur snúið þegar ég var á annað borð byrjuð. Ég fylgist núna spennt með Keplerssjónaukanum og bíð bara eftir því að hann finni plánetu með öðru lífkerfi." Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja heldur mánaðarlega fundi og stefnir einnig á samvinnu við grunn- og framhaldsskólann í bænum. „Okkur langar að byggja þetta upp af krafti," segir Védís að lokum. - sm
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira