Bankar fyrir opið hagkerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. mars 2012 06:00 Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Skýrslunni er ætlað að vera umræðugrundvöllur fremur en að þar komi fram beinharðar tillögur um umbætur en þar má þó greina útlínur að breytingum, sem margar hverjar ættu að geta verið til bóta. Þannig er í skýrslunni rætt um að setja heildarlöggjöf um fjármálamarkaðinn, regnhlífarlög sem samræmdu reglur um banka, verðbréfafyrirtæki, lífeyrissjóði og opinbera lánasjóði. Jafnframt yrði kveðið skýrt á um verkaskiptingu opinberra stofnana og hvar ábyrgðin liggur á eftirliti með stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Hluti af breytingunum væri að setja á stofn valdamikið stöðugleikaráð. Í skýrslunni er tekin sú skynsamlega afstaða að ekki verði farnar séríslenzkar leiðir við að tryggja stöðugleika og eftirlit á fjármálamarkaðnum. Bent er á að flest nágrannaríkin hafa rétt eins og Ísland orðið fyrir fjármálaáfalli og í farvatninu eru margs konar breytingar á alþjóðlegum reglum, sem eiga að leggja grunn að farsælu fjármálakerfi og hindra nýtt hrun. Sömuleiðis er bent á þá grundvallarstaðreynd að hagsæld Íslendinga byggist á að reka samkeppnisfært, opið hagkerfi á grundvelli utanríkisviðskipta. Þess vegna verði lagaramminn um fjármálakerfið að virða alþjóðlegar reglur. Hins vegar þurfi í meiri mæli en fyrir hrun að nýta það svigrúm sem slíkar reglur, ekki sízt frá Evrópusambandinu, gefa til að taka tillit til séríslenzkra aðstæðna. Þetta er algjört lykilatriði þegar fjármálakerfinu verður settur lagarammi til framtíðar. Íslenzka bankakerfið verður líklega aldrei aftur alþjóðlegt með sama hætti og á útrásartímanum, en forsenda þess að það njóti trausts er að um það gildi sambærilegar reglur og í viðskiptalöndum okkar. Eins og skýrsluhöfundar benda á, er slíkt traust forsenda þess að hægt sé að reka samkeppnisfær utanríkisviðskipti. Bent er á fleiri staðreyndir, sem kemur kannski örlítið á óvart að sé fjallað um í skýrslu sem formaður Vinstri grænna ber ábyrgð á. Þannig er vakin athygli á því að íslenzka krónan sé „án efa […] aðgangshindrun gegn erlendri fjárfestingu og erlendri samkeppni, m.a. á fjármálamarkaði hér á landi" og að verðtryggingin geri heldur ekki mikið til að ýta undir erlenda fjárfestingu í fjármálakerfinu. „Til þess að sigrast á þessum vanda mætti hugsa sér að Ísland gerðist aðili að stærri efnahagsheild með sameiginlegan gjaldmiðil og vaxtakjör sem gerðu kleift að afnema verðtryggingu skipulega," segir í skýrslunni. Allt rétt. Í skýrslunni er vikið að sérstakri skattlagningu á fjármálafyrirtæki, sem þegar hefur komið til framkvæmda hér á landi, og hvatt til að þess sé gætt að slíkir skattar skerði ekki samkeppnishæfni innlendrar fjármálaþjónustu. Þess vegna sé alþjóðlegt samráð og samanburður nauðsynlegur. Það er líka gott hjá bankamálaráðherranum að leggja fram þessa ábendingu, vegna þess að hann gleymdi að gá að þessu þegar hann var fjármálaráðherra og setti bankaskattinn á. Þessi skýrsla ætti að verða alveg ágætur grundvöllur umræðna um breytingar, sem tryggi opnu og samkeppnishæfu íslenzku hagkerfi bankaþjónustu við hæfi og fyrirtækjum og almenningi þann stöðugleika sem er lífsnauðsynlegur á fjármálamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti fyrir helgi skýrslu sína til Alþingis um framtíðarskipan fjármálakerfisins. Skýrslunni er ætlað að vera umræðugrundvöllur fremur en að þar komi fram beinharðar tillögur um umbætur en þar má þó greina útlínur að breytingum, sem margar hverjar ættu að geta verið til bóta. Þannig er í skýrslunni rætt um að setja heildarlöggjöf um fjármálamarkaðinn, regnhlífarlög sem samræmdu reglur um banka, verðbréfafyrirtæki, lífeyrissjóði og opinbera lánasjóði. Jafnframt yrði kveðið skýrt á um verkaskiptingu opinberra stofnana og hvar ábyrgðin liggur á eftirliti með stöðugleika fjármálakerfisins í heild. Hluti af breytingunum væri að setja á stofn valdamikið stöðugleikaráð. Í skýrslunni er tekin sú skynsamlega afstaða að ekki verði farnar séríslenzkar leiðir við að tryggja stöðugleika og eftirlit á fjármálamarkaðnum. Bent er á að flest nágrannaríkin hafa rétt eins og Ísland orðið fyrir fjármálaáfalli og í farvatninu eru margs konar breytingar á alþjóðlegum reglum, sem eiga að leggja grunn að farsælu fjármálakerfi og hindra nýtt hrun. Sömuleiðis er bent á þá grundvallarstaðreynd að hagsæld Íslendinga byggist á að reka samkeppnisfært, opið hagkerfi á grundvelli utanríkisviðskipta. Þess vegna verði lagaramminn um fjármálakerfið að virða alþjóðlegar reglur. Hins vegar þurfi í meiri mæli en fyrir hrun að nýta það svigrúm sem slíkar reglur, ekki sízt frá Evrópusambandinu, gefa til að taka tillit til séríslenzkra aðstæðna. Þetta er algjört lykilatriði þegar fjármálakerfinu verður settur lagarammi til framtíðar. Íslenzka bankakerfið verður líklega aldrei aftur alþjóðlegt með sama hætti og á útrásartímanum, en forsenda þess að það njóti trausts er að um það gildi sambærilegar reglur og í viðskiptalöndum okkar. Eins og skýrsluhöfundar benda á, er slíkt traust forsenda þess að hægt sé að reka samkeppnisfær utanríkisviðskipti. Bent er á fleiri staðreyndir, sem kemur kannski örlítið á óvart að sé fjallað um í skýrslu sem formaður Vinstri grænna ber ábyrgð á. Þannig er vakin athygli á því að íslenzka krónan sé „án efa […] aðgangshindrun gegn erlendri fjárfestingu og erlendri samkeppni, m.a. á fjármálamarkaði hér á landi" og að verðtryggingin geri heldur ekki mikið til að ýta undir erlenda fjárfestingu í fjármálakerfinu. „Til þess að sigrast á þessum vanda mætti hugsa sér að Ísland gerðist aðili að stærri efnahagsheild með sameiginlegan gjaldmiðil og vaxtakjör sem gerðu kleift að afnema verðtryggingu skipulega," segir í skýrslunni. Allt rétt. Í skýrslunni er vikið að sérstakri skattlagningu á fjármálafyrirtæki, sem þegar hefur komið til framkvæmda hér á landi, og hvatt til að þess sé gætt að slíkir skattar skerði ekki samkeppnishæfni innlendrar fjármálaþjónustu. Þess vegna sé alþjóðlegt samráð og samanburður nauðsynlegur. Það er líka gott hjá bankamálaráðherranum að leggja fram þessa ábendingu, vegna þess að hann gleymdi að gá að þessu þegar hann var fjármálaráðherra og setti bankaskattinn á. Þessi skýrsla ætti að verða alveg ágætur grundvöllur umræðna um breytingar, sem tryggi opnu og samkeppnishæfu íslenzku hagkerfi bankaþjónustu við hæfi og fyrirtækjum og almenningi þann stöðugleika sem er lífsnauðsynlegur á fjármálamarkaði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun