Ofbeldi vegur þyngra en níð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2012 08:00 KSÍ hefur í áraraðir tekið þátt í átakinu "Leikur án fordóma”. Formaður KSÍ segir að þörf sé á meiri fræðslu í þessum málum. fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í." Íslenski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
fótboltiAlvarlegt atvik átti sér stað í 3. flokks-leik KR og Leiknis á dögunum. Þá varð leikmaður KR uppvís að alvarlegu kynþáttaníði er hann kallaði leikmann Leiknis „helvítis negrakúk". Leiknismaðurinn brást illa við og gekk í kjölfarið í skrokk á KR-ingnum. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir og dæmdi KR-inginn í þriggja leikja bann en Leiknismaðurinn fékk sex leikja bann. Það sættu Leiknismenn sig illa við. Þeim fannst eðlilegt að sinn maður hefði fengið sex leikja bann en fannst aga- og úrskurðarnefndin setja slæmt fordæmi með því að dæma KR-inginn aðeins í þriggja leikja bann fyrir kynþáttaníðið. Fréttablaðið setti sig í samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, og spurði um hans álit á þessu máli. „Það er alltaf verið að tala um væga refsingu en við hvað erum við eiginlega að miða? Við erum að tala um 15 ára unglinga í þessu tilviki. Ég set ekki aganefndinni reglur en stjórnin getur samt ákveðið að þyngja almenn viðurlög. Þriggja leikja bann í 8-10 leikja móti verður að teljast þung refsing," sagði Geir en margir eru á því að þessi dómur gefi engu að síður slæmt fordæmi. Að aganefndin taki kynþáttaníð ekki nógu alvarlega. „Mér finnst það ekki. Í fyrstu lagi eru þarna ungir leikmenn sem verða að læra af gjörðum sínum. Þeir sem hafa umsjón með þeim verða að beina þeim inn á réttar brautir. Það getur enginn tekið lögin í sínar hendur í knattspyrnunni né samfélaginu. Þarna átti sér stað gróft atvik á báða kanta," sagði Geir og bætti við. „Eru móðgandi ummæli eða níð stiginu lægra heldur en ofbeldi? Mér sýnist það vera augljóst í þessum dómi að líkamlegt ofbeldi vegur þyngra heldur en níð." Íslenskt samfélag hefur á síðustu árum orðið meira fjölþjóðasamfélag og Geir segist gera sér grein fyrir því að það bjóði upp á að atvikum þar sem kynþáttaníð komi við sögu muni fjölga. Mun KSÍ engu að síður reyna að beita sér á einhvern hátt til þess að útrýma þessu meini úr íþróttinni? „Við höfum verið að vinna í þessa átt og unnið að slíkum átökum undir formerkjunum: Leikur án fordóma. Við höfum verið að reyna að spyrna við fótum og þessum málum gæti vissulega fjölgað. Við verðum því að leggja meiri áherslu á fræðslu á þessum vettvangi. Það hafa verið slík atvik í gegnum tíðina en þau hafa sem betur fer ekki verið mörg," segir Geir en þarf ekki að byrgja brunninn áður en barnið er fallið ofan í? „Algjörlega. Við höfum gefið út bæklinga á nokkrum tungumálum til ungra iðkenda sem og forráðamanna. Öll fræðsla er nauðsynleg. Þetta mál er sífellt til umfjöllunar um allan heim. Þetta snýr samt ekki bara að fótboltanum heldur er þetta samfélagslegt verkefni. Það má samt vel vera að við þurfum að skoða okkar mál betur og bæta í."
Íslenski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira