Leikkonan Megan Fox er sögð eiga von á sínu fyrsta barni. Fox giftist leikaranum Brian Austin Green árið 2010 en þau hafa verið saman í sex ár.
„Þau eru himinlifandi en hafa aðeins sagt sínum nánustu frá. Megan hefur fullorðnast mikið á síðustu árum, fyrst hugsaði hún aðeins um frama sinn en núna setur hún fjölskylduna í fyrsta sæti," hafði tímaritið Star eftir vini parsins.
Green á tíu ára gamlan son frá fyrra sambandi og hefur Fox oft talað um hversu gefandi það sé að hafa barn á heimilinu.
