Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua 1. apríl 2012 11:00 Trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua breytti nafninu sínu fyrir skömmu. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
„Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning