Framhald stjórnarskrármálsins I 16. apríl 2012 07:00 Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli. Þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum?Hæpið er að stefna lengur á forsetakosningu sem tækifæri til að spyrja þjóðina um annað mál, stjórnarskrána. Lögbundin tímamörkin eru liðin og tíminn orðinn of knappur til að vanda megi til spurninga, kynningar og annars undirbúnings. Það orkar líka mjög tvímælis að spyrða saman forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslu, sem snýst m.a. um hlutverk forsetans. Þá liggur beinast við að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í haust en tímaskorturinn er næstum sá sami enda yrði að ganga frá öllu á yfirstandandi þingi sem lýkur í maílok. Þá er vafamál hvort takast megi að kynna málið og vekja áhuga þjóðarinnar á sumartíma, í besta falli snemma hausts. Hætt er við dræmri kjörsókn og því að kjósendur yrðu lítt undirbúnir. Ekki má heldur gleyma kostnaði við sérstaka kosningu. Þetta merkir ekki að hætta eigi að leita ráða hjá þjóðinni, þvert á móti. Hvað með skoðanakönnun?Í stað þjóðaratkvæðagreiðslu mætti gera vandaða skoðanakönnun til að greina afstöðu þjóðarinnar til álitamálanna. Á undan yrði að fara almenn og ítarleg kynning. Væntanlega þyrfti að ganga á eftir svörum með símtölum eða jafnvel heimsóknum. Annmarkar eru þó á þessari leið. T.d. má draga í efa að kjósendur væru almennt búnir að kynna sér málin og undirbúa svör ef þeir lentu í könnunarúrtaki. Svörin yrðu því talsverðum hendingum háð. Það verður þó að telja þessari leið það til tekna að hún er trúlega ódýrust þeirra sem hér eru reifaðar. Stungið upp á nýjum þjóðfundiHér verður stungið upp á annarri leið, þeirri að endurtaka þjóðfundinn 2010 til að fá fram skoðun þjóðarinnar í gegnum sérvalið úrtak kjósenda sem yrði eins konar kviðdómur um stjórnarskrármálið. Tölfræðileg rök sýna að slíkur þjóðfundur getur talað fyrir hönd þjóðarinnar, nema atkvæði falli næsta jafnt. Sami fyrirvari á vitaskuld við um skoðanakönnun og líka um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þátttaka væri ekki sem skyldi. Þjóðfundarhugmyndin er þessi: Ÿ Kallaður verði saman þúsund manna hópur kjósenda um eina helgi á komandi hausti. Hópurinn verður að vera þverskurður af þjóðinni, allt eins og var 2010. Ÿ Fyrir þjóðfundinn verði lagðar spurningar um álitamálin, en að undangenginni málefnalegri kynningu á valkostunum og það á fundinum sjálfum. Ÿ Atkvæði verði greidd leynilega um hvern valkost fyrir sig og án umræðna. Til fróðleiks mætti spyrja í upphafi um afstöðu þjóðfundarins til frumvarps stjórnlagaráðs, og síðan aftur í lokin. Í seinna skiptið yrði spurt um stuðning við stjórnarskrárfrumvarpið að því gefnu að því verði breytt í takt við vilja meirihlutans um hvert álitamálanna. Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru m.a. þessir: Ÿ Með kynningu á valkostunum á sjálfum þjóðfundinum væru þeir sem þar greiða atkvæði mun betur upplýstir en bæði kjósendur í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu svo og útdregnir þátttakendur í skoðanakönnun. Ÿ Tækifæri gefst til að mæla og bera saman fylgi við stjórnarskrártillögurnar í heild sinni fyrir og eftir að svör fást við álitamálunum. Þetta væri ógerlegt hvort sem er í almennri kosningu eða í skoðanakönnun. Ÿ Aðstefnd þátttaka er fyrirfram tryggð. Eins og 2010 yrði ekki linnt látum fyrr en fengist hefðu þúsund manns eða svo. Að því leyti er þjóðfundur marktækari en skoðanakönnun, jafnvel marktækari en almenn kosning með dræmri þátttöku – og slakri forkynningu. Helsta gagnrýnin yrði sú að deilt muni verða um niðurstöðuna og hvaða áhrif hún eigi að hafa. Það sama gildir um allar leiðirnar að valkostirnir sem spurt er um verða að vera skýrt orðaðir og ótvíræðir. Um framhaldið verður fjallað í öðrum pistli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli. Þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum?Hæpið er að stefna lengur á forsetakosningu sem tækifæri til að spyrja þjóðina um annað mál, stjórnarskrána. Lögbundin tímamörkin eru liðin og tíminn orðinn of knappur til að vanda megi til spurninga, kynningar og annars undirbúnings. Það orkar líka mjög tvímælis að spyrða saman forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslu, sem snýst m.a. um hlutverk forsetans. Þá liggur beinast við að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í haust en tímaskorturinn er næstum sá sami enda yrði að ganga frá öllu á yfirstandandi þingi sem lýkur í maílok. Þá er vafamál hvort takast megi að kynna málið og vekja áhuga þjóðarinnar á sumartíma, í besta falli snemma hausts. Hætt er við dræmri kjörsókn og því að kjósendur yrðu lítt undirbúnir. Ekki má heldur gleyma kostnaði við sérstaka kosningu. Þetta merkir ekki að hætta eigi að leita ráða hjá þjóðinni, þvert á móti. Hvað með skoðanakönnun?Í stað þjóðaratkvæðagreiðslu mætti gera vandaða skoðanakönnun til að greina afstöðu þjóðarinnar til álitamálanna. Á undan yrði að fara almenn og ítarleg kynning. Væntanlega þyrfti að ganga á eftir svörum með símtölum eða jafnvel heimsóknum. Annmarkar eru þó á þessari leið. T.d. má draga í efa að kjósendur væru almennt búnir að kynna sér málin og undirbúa svör ef þeir lentu í könnunarúrtaki. Svörin yrðu því talsverðum hendingum háð. Það verður þó að telja þessari leið það til tekna að hún er trúlega ódýrust þeirra sem hér eru reifaðar. Stungið upp á nýjum þjóðfundiHér verður stungið upp á annarri leið, þeirri að endurtaka þjóðfundinn 2010 til að fá fram skoðun þjóðarinnar í gegnum sérvalið úrtak kjósenda sem yrði eins konar kviðdómur um stjórnarskrármálið. Tölfræðileg rök sýna að slíkur þjóðfundur getur talað fyrir hönd þjóðarinnar, nema atkvæði falli næsta jafnt. Sami fyrirvari á vitaskuld við um skoðanakönnun og líka um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þátttaka væri ekki sem skyldi. Þjóðfundarhugmyndin er þessi: Ÿ Kallaður verði saman þúsund manna hópur kjósenda um eina helgi á komandi hausti. Hópurinn verður að vera þverskurður af þjóðinni, allt eins og var 2010. Ÿ Fyrir þjóðfundinn verði lagðar spurningar um álitamálin, en að undangenginni málefnalegri kynningu á valkostunum og það á fundinum sjálfum. Ÿ Atkvæði verði greidd leynilega um hvern valkost fyrir sig og án umræðna. Til fróðleiks mætti spyrja í upphafi um afstöðu þjóðfundarins til frumvarps stjórnlagaráðs, og síðan aftur í lokin. Í seinna skiptið yrði spurt um stuðning við stjórnarskrárfrumvarpið að því gefnu að því verði breytt í takt við vilja meirihlutans um hvert álitamálanna. Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru m.a. þessir: Ÿ Með kynningu á valkostunum á sjálfum þjóðfundinum væru þeir sem þar greiða atkvæði mun betur upplýstir en bæði kjósendur í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu svo og útdregnir þátttakendur í skoðanakönnun. Ÿ Tækifæri gefst til að mæla og bera saman fylgi við stjórnarskrártillögurnar í heild sinni fyrir og eftir að svör fást við álitamálunum. Þetta væri ógerlegt hvort sem er í almennri kosningu eða í skoðanakönnun. Ÿ Aðstefnd þátttaka er fyrirfram tryggð. Eins og 2010 yrði ekki linnt látum fyrr en fengist hefðu þúsund manns eða svo. Að því leyti er þjóðfundur marktækari en skoðanakönnun, jafnvel marktækari en almenn kosning með dræmri þátttöku – og slakri forkynningu. Helsta gagnrýnin yrði sú að deilt muni verða um niðurstöðuna og hvaða áhrif hún eigi að hafa. Það sama gildir um allar leiðirnar að valkostirnir sem spurt er um verða að vera skýrt orðaðir og ótvíræðir. Um framhaldið verður fjallað í öðrum pistli.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun