Framhald stjórnarskrármálsins I 16. apríl 2012 07:00 Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli. Þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum?Hæpið er að stefna lengur á forsetakosningu sem tækifæri til að spyrja þjóðina um annað mál, stjórnarskrána. Lögbundin tímamörkin eru liðin og tíminn orðinn of knappur til að vanda megi til spurninga, kynningar og annars undirbúnings. Það orkar líka mjög tvímælis að spyrða saman forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslu, sem snýst m.a. um hlutverk forsetans. Þá liggur beinast við að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í haust en tímaskorturinn er næstum sá sami enda yrði að ganga frá öllu á yfirstandandi þingi sem lýkur í maílok. Þá er vafamál hvort takast megi að kynna málið og vekja áhuga þjóðarinnar á sumartíma, í besta falli snemma hausts. Hætt er við dræmri kjörsókn og því að kjósendur yrðu lítt undirbúnir. Ekki má heldur gleyma kostnaði við sérstaka kosningu. Þetta merkir ekki að hætta eigi að leita ráða hjá þjóðinni, þvert á móti. Hvað með skoðanakönnun?Í stað þjóðaratkvæðagreiðslu mætti gera vandaða skoðanakönnun til að greina afstöðu þjóðarinnar til álitamálanna. Á undan yrði að fara almenn og ítarleg kynning. Væntanlega þyrfti að ganga á eftir svörum með símtölum eða jafnvel heimsóknum. Annmarkar eru þó á þessari leið. T.d. má draga í efa að kjósendur væru almennt búnir að kynna sér málin og undirbúa svör ef þeir lentu í könnunarúrtaki. Svörin yrðu því talsverðum hendingum háð. Það verður þó að telja þessari leið það til tekna að hún er trúlega ódýrust þeirra sem hér eru reifaðar. Stungið upp á nýjum þjóðfundiHér verður stungið upp á annarri leið, þeirri að endurtaka þjóðfundinn 2010 til að fá fram skoðun þjóðarinnar í gegnum sérvalið úrtak kjósenda sem yrði eins konar kviðdómur um stjórnarskrármálið. Tölfræðileg rök sýna að slíkur þjóðfundur getur talað fyrir hönd þjóðarinnar, nema atkvæði falli næsta jafnt. Sami fyrirvari á vitaskuld við um skoðanakönnun og líka um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þátttaka væri ekki sem skyldi. Þjóðfundarhugmyndin er þessi: Ÿ Kallaður verði saman þúsund manna hópur kjósenda um eina helgi á komandi hausti. Hópurinn verður að vera þverskurður af þjóðinni, allt eins og var 2010. Ÿ Fyrir þjóðfundinn verði lagðar spurningar um álitamálin, en að undangenginni málefnalegri kynningu á valkostunum og það á fundinum sjálfum. Ÿ Atkvæði verði greidd leynilega um hvern valkost fyrir sig og án umræðna. Til fróðleiks mætti spyrja í upphafi um afstöðu þjóðfundarins til frumvarps stjórnlagaráðs, og síðan aftur í lokin. Í seinna skiptið yrði spurt um stuðning við stjórnarskrárfrumvarpið að því gefnu að því verði breytt í takt við vilja meirihlutans um hvert álitamálanna. Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru m.a. þessir: Ÿ Með kynningu á valkostunum á sjálfum þjóðfundinum væru þeir sem þar greiða atkvæði mun betur upplýstir en bæði kjósendur í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu svo og útdregnir þátttakendur í skoðanakönnun. Ÿ Tækifæri gefst til að mæla og bera saman fylgi við stjórnarskrártillögurnar í heild sinni fyrir og eftir að svör fást við álitamálunum. Þetta væri ógerlegt hvort sem er í almennri kosningu eða í skoðanakönnun. Ÿ Aðstefnd þátttaka er fyrirfram tryggð. Eins og 2010 yrði ekki linnt látum fyrr en fengist hefðu þúsund manns eða svo. Að því leyti er þjóðfundur marktækari en skoðanakönnun, jafnvel marktækari en almenn kosning með dræmri þátttöku – og slakri forkynningu. Helsta gagnrýnin yrði sú að deilt muni verða um niðurstöðuna og hvaða áhrif hún eigi að hafa. Það sama gildir um allar leiðirnar að valkostirnir sem spurt er um verða að vera skýrt orðaðir og ótvíræðir. Um framhaldið verður fjallað í öðrum pistli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Stjórnarskrármálið hefur rekið á sker. Til stóð að spyrja þjóðina um afstöðu til frumvarps stjórnlagaráðs og nokkur álitaefni í því sambandi samhliða forsetakosningu 30. júní nk. Nú bendir flest til að svo verði ekki. Til þess að koma málinu aftur á skrið er brýnt að marka leiðina sem fylgja skuli allt til lykta. Grunnþáttur þess er að þjóðin verði spurð með viðeigandi hætti. Hér verður reifuð sýn höfundar á slíkt heildarferli. Þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum?Hæpið er að stefna lengur á forsetakosningu sem tækifæri til að spyrja þjóðina um annað mál, stjórnarskrána. Lögbundin tímamörkin eru liðin og tíminn orðinn of knappur til að vanda megi til spurninga, kynningar og annars undirbúnings. Það orkar líka mjög tvímælis að spyrða saman forsetakjör og þjóðaratkvæðagreiðslu, sem snýst m.a. um hlutverk forsetans. Þá liggur beinast við að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í haust en tímaskorturinn er næstum sá sami enda yrði að ganga frá öllu á yfirstandandi þingi sem lýkur í maílok. Þá er vafamál hvort takast megi að kynna málið og vekja áhuga þjóðarinnar á sumartíma, í besta falli snemma hausts. Hætt er við dræmri kjörsókn og því að kjósendur yrðu lítt undirbúnir. Ekki má heldur gleyma kostnaði við sérstaka kosningu. Þetta merkir ekki að hætta eigi að leita ráða hjá þjóðinni, þvert á móti. Hvað með skoðanakönnun?Í stað þjóðaratkvæðagreiðslu mætti gera vandaða skoðanakönnun til að greina afstöðu þjóðarinnar til álitamálanna. Á undan yrði að fara almenn og ítarleg kynning. Væntanlega þyrfti að ganga á eftir svörum með símtölum eða jafnvel heimsóknum. Annmarkar eru þó á þessari leið. T.d. má draga í efa að kjósendur væru almennt búnir að kynna sér málin og undirbúa svör ef þeir lentu í könnunarúrtaki. Svörin yrðu því talsverðum hendingum háð. Það verður þó að telja þessari leið það til tekna að hún er trúlega ódýrust þeirra sem hér eru reifaðar. Stungið upp á nýjum þjóðfundiHér verður stungið upp á annarri leið, þeirri að endurtaka þjóðfundinn 2010 til að fá fram skoðun þjóðarinnar í gegnum sérvalið úrtak kjósenda sem yrði eins konar kviðdómur um stjórnarskrármálið. Tölfræðileg rök sýna að slíkur þjóðfundur getur talað fyrir hönd þjóðarinnar, nema atkvæði falli næsta jafnt. Sami fyrirvari á vitaskuld við um skoðanakönnun og líka um þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þátttaka væri ekki sem skyldi. Þjóðfundarhugmyndin er þessi: Ÿ Kallaður verði saman þúsund manna hópur kjósenda um eina helgi á komandi hausti. Hópurinn verður að vera þverskurður af þjóðinni, allt eins og var 2010. Ÿ Fyrir þjóðfundinn verði lagðar spurningar um álitamálin, en að undangenginni málefnalegri kynningu á valkostunum og það á fundinum sjálfum. Ÿ Atkvæði verði greidd leynilega um hvern valkost fyrir sig og án umræðna. Til fróðleiks mætti spyrja í upphafi um afstöðu þjóðfundarins til frumvarps stjórnlagaráðs, og síðan aftur í lokin. Í seinna skiptið yrði spurt um stuðning við stjórnarskrárfrumvarpið að því gefnu að því verði breytt í takt við vilja meirihlutans um hvert álitamálanna. Kostirnir við þetta fyrirkomulag eru m.a. þessir: Ÿ Með kynningu á valkostunum á sjálfum þjóðfundinum væru þeir sem þar greiða atkvæði mun betur upplýstir en bæði kjósendur í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu svo og útdregnir þátttakendur í skoðanakönnun. Ÿ Tækifæri gefst til að mæla og bera saman fylgi við stjórnarskrártillögurnar í heild sinni fyrir og eftir að svör fást við álitamálunum. Þetta væri ógerlegt hvort sem er í almennri kosningu eða í skoðanakönnun. Ÿ Aðstefnd þátttaka er fyrirfram tryggð. Eins og 2010 yrði ekki linnt látum fyrr en fengist hefðu þúsund manns eða svo. Að því leyti er þjóðfundur marktækari en skoðanakönnun, jafnvel marktækari en almenn kosning með dræmri þátttöku – og slakri forkynningu. Helsta gagnrýnin yrði sú að deilt muni verða um niðurstöðuna og hvaða áhrif hún eigi að hafa. Það sama gildir um allar leiðirnar að valkostirnir sem spurt er um verða að vera skýrt orðaðir og ótvíræðir. Um framhaldið verður fjallað í öðrum pistli.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun