Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 07:30 Íslandsmeistaralið Njarðvíkur tímabilið 2011-2012 eftir sigurinn um helgina. Fréttablaðið/Daníel Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt." Dominos-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira