Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 07:30 Íslandsmeistaralið Njarðvíkur tímabilið 2011-2012 eftir sigurinn um helgina. Fréttablaðið/Daníel Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt." Dominos-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt."
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira