Kunnir kappar í Fölskum fugli 24. apríl 2012 09:00 Hilmir Snær og Damon Younger leika báðir í Fölskum fugli. Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger og Þorsteinn Bachmann fara allir með lítil hlutverk í kvikmyndinni Falskur fugl. Tökum á henni lauk á sunnudag og gengu þær eins og í sögu. "Við vorum mest í Hafnarfirði. Við fengum hús þar sem var notað sem aðaltökustaðurinn," segir leikstjórinn Þór Ómar Jónsson en tökudagarnir voru 23 talsins. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 og fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Margir ungir leikarar leika í myndinni og er Þór Ómar mjög ánægður með frammistöðu þeirra. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Hilmir Snær mætti á síðasta tökudaginn og lék Óla róna í stórri senu. Hlutverk Damons Younger er mjög frábrugðið illmenninu sem hann lék í Svartur á leik því í þetta sinn leikur hann fósturpabba Möggu, sem er kærasta Arnaldar. Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Pressu, og Hinrik Ólafsson eru einnig á meðal leikara. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá fer hinn nítján ára Styr Júlíusson með hlutverk Arnaldar og þau Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Falskur fugl verður frumsýnd 25. janúar á næsta ári.- fb Lífið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger og Þorsteinn Bachmann fara allir með lítil hlutverk í kvikmyndinni Falskur fugl. Tökum á henni lauk á sunnudag og gengu þær eins og í sögu. "Við vorum mest í Hafnarfirði. Við fengum hús þar sem var notað sem aðaltökustaðurinn," segir leikstjórinn Þór Ómar Jónsson en tökudagarnir voru 23 talsins. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 og fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Margir ungir leikarar leika í myndinni og er Þór Ómar mjög ánægður með frammistöðu þeirra. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Hilmir Snær mætti á síðasta tökudaginn og lék Óla róna í stórri senu. Hlutverk Damons Younger er mjög frábrugðið illmenninu sem hann lék í Svartur á leik því í þetta sinn leikur hann fósturpabba Möggu, sem er kærasta Arnaldar. Arndís Hrönn Egilsdóttir, sem hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Pressu, og Hinrik Ólafsson eru einnig á meðal leikara. Eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá fer hinn nítján ára Styr Júlíusson með hlutverk Arnaldar og þau Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra hans. Falskur fugl verður frumsýnd 25. janúar á næsta ári.- fb
Lífið Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira