Myndin Bully, sem á íslensku er kölluð Grimmd: sögur af einelti, verður frumsýnd í Háskólabíói á föstudaginn.
Um er að ræða verðlaunaða heimildarmynd sem á erindi við alla og tekst á við ofbeldið sem einelti er og vandamálin sem það skapar í nútímasamfélagi.
Hún fjallar um fimm ungmenni sem hafa þurft að þola mikið einelti og hvernig sum þeirra tókust á við það en aðrir buguðust. Myndin þykir mikilvægur liður í baráttunni gegn einelti, sem er stórt vandamál um allan heim nú til dags.
Í tengslum við myndina hefur verið stofnuð síðan thebullyproject.com.
Verðlaunamynd um einelti
Mest lesið









Iðnaðarmaður ársins 2025 - Eyjólfur er kominn í úrslit
Lífið samstarf

Nýju Harry, Ron og Hermione fundin
Bíó og sjónvarp