Kjarkur og gleði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. apríl 2012 06:00 Kjör Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups Íslands markar tímamót í sögu íslenzku kirkjunnar. Í næstum því þúsund ár, allt frá árinu 1056, hafa eintómir karlar setið biskupsstólana á Hólum, í Skálholti og Reykjavík. Innan við fjörutíu ár eru síðan fyrsta konan tók prestsvígslu, sem þá var umdeild ráðstöfun. Nú eru konur um þriðjungur presta, en enn þá hallar á þær í stjórnunar- og áhrifastöðum í kirkjunni. Reynslan sýnir hins vegar að kona í toppstöðu dregur oftast fleiri með sér. Kjör Agnesar er því heilmikill áfangi í jafnréttismálum. Það er einnig táknrænt að nú sé kona kjörin biskup eftir erfitt tímabil í sögu kirkjunnar, þar sem hún hefur þurft að vinna úr mistökum sem voru gerð við meðferð ásakana um kynferðisbrot gegn konum innan kirkjunnar. Hvort sem það var meðvitað eða ekki hjá kjörmönnum, á þessi niðurstaða biskupskjörs sinn þátt í að setja punkt aftan við þennan dapurlega kafla í kirkjusögu Íslands. Neikvæð umræða um kynferðisbrot og afstöðuna til hjónabands samkynhneigðra hefur dregið úr trausti á kirkjunni undanfarin ár og þjóðkirkjufólki hefur fækkað. Margir af þeim sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni hafa alls ekki sagt skilið við kristindóminn, eins og sjá má af því hversu mjög hefur fjölgað í fríkirkjusöfnuðum á sama tíma. Þeir hafa fyrst og fremst verið óánægðir með þjóðkirkjuna. Um leið hefur samkeppni lífsskoðana þó harðnað, sem er eðlilegur fylgifiskur fjölmenningarlegs nútímaþjóðfélags. Stjórnvöld hafa líka þrengt að kirkjunni; ríkisvaldið heldur eftir hluta þess félagsgjalds sem það innheimtir fyrir hana og önnur trúfélög, þannig að mjög hefur harðnað á dalnum fjárhagslega. Í höfuðborginni hafa borgaryfirvöld sett samstarfi kirkju og skóla þrengri skorður. Agnes Sigurðardóttir kýs ekki að nálgast þessar áskoranir með því að stilla stærsta trúfélagi landsins upp í hlutverk fórnarlambsins, eins og því miður hefur viljað brenna við innan þjóðkirkjunnar. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær segist hún til dæmis ekki óttast breyttar reglur um samskipti skóla og trúfélaga í höfuðborginni; óttann vilji hún hvorki láta stjórna kirkjunni né að kirkjan noti ótta til að stjórna. Hún segist ekki vilja stinga hausnum í sandinn heldur horfast í augu við fjárhagsvanda kirkjunnar og taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf. Hún segist ekki hafa áhyggjur af vaxandi trúleysi Íslendinga, heldur vilji hún bjóða upp á fleiri leiðir fyrir fólk til að finna Guð. Hún leggur áherzlu á að kirkjan sé skemmtileg og að það sé gaman að þjóna henni. Hún barmar sér ekki yfir fækkun í þjóðkirkjunni, heldur segist leggja áherzlu á samtalið og að kirkjan hlusti: „Af hverju var þetta fólk að segja sig úr kirkjunni? Með hvað var það óánægt?" Síðast en ekki sízt leggur verðandi biskup áherzlu á að kirkjan sýni að hún sé traustsins verð og komi betur á framfæri því starfi sem hún sinnir. Flest bendir til að nýr biskup muni nálgast verkefni sitt af kjarki, gleði og heilbrigðri skynsemi. Það er gott veganesti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Kjör Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups Íslands markar tímamót í sögu íslenzku kirkjunnar. Í næstum því þúsund ár, allt frá árinu 1056, hafa eintómir karlar setið biskupsstólana á Hólum, í Skálholti og Reykjavík. Innan við fjörutíu ár eru síðan fyrsta konan tók prestsvígslu, sem þá var umdeild ráðstöfun. Nú eru konur um þriðjungur presta, en enn þá hallar á þær í stjórnunar- og áhrifastöðum í kirkjunni. Reynslan sýnir hins vegar að kona í toppstöðu dregur oftast fleiri með sér. Kjör Agnesar er því heilmikill áfangi í jafnréttismálum. Það er einnig táknrænt að nú sé kona kjörin biskup eftir erfitt tímabil í sögu kirkjunnar, þar sem hún hefur þurft að vinna úr mistökum sem voru gerð við meðferð ásakana um kynferðisbrot gegn konum innan kirkjunnar. Hvort sem það var meðvitað eða ekki hjá kjörmönnum, á þessi niðurstaða biskupskjörs sinn þátt í að setja punkt aftan við þennan dapurlega kafla í kirkjusögu Íslands. Neikvæð umræða um kynferðisbrot og afstöðuna til hjónabands samkynhneigðra hefur dregið úr trausti á kirkjunni undanfarin ár og þjóðkirkjufólki hefur fækkað. Margir af þeim sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni hafa alls ekki sagt skilið við kristindóminn, eins og sjá má af því hversu mjög hefur fjölgað í fríkirkjusöfnuðum á sama tíma. Þeir hafa fyrst og fremst verið óánægðir með þjóðkirkjuna. Um leið hefur samkeppni lífsskoðana þó harðnað, sem er eðlilegur fylgifiskur fjölmenningarlegs nútímaþjóðfélags. Stjórnvöld hafa líka þrengt að kirkjunni; ríkisvaldið heldur eftir hluta þess félagsgjalds sem það innheimtir fyrir hana og önnur trúfélög, þannig að mjög hefur harðnað á dalnum fjárhagslega. Í höfuðborginni hafa borgaryfirvöld sett samstarfi kirkju og skóla þrengri skorður. Agnes Sigurðardóttir kýs ekki að nálgast þessar áskoranir með því að stilla stærsta trúfélagi landsins upp í hlutverk fórnarlambsins, eins og því miður hefur viljað brenna við innan þjóðkirkjunnar. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær segist hún til dæmis ekki óttast breyttar reglur um samskipti skóla og trúfélaga í höfuðborginni; óttann vilji hún hvorki láta stjórna kirkjunni né að kirkjan noti ótta til að stjórna. Hún segist ekki vilja stinga hausnum í sandinn heldur horfast í augu við fjárhagsvanda kirkjunnar og taka þær erfiðu ákvarðanir sem þarf. Hún segist ekki hafa áhyggjur af vaxandi trúleysi Íslendinga, heldur vilji hún bjóða upp á fleiri leiðir fyrir fólk til að finna Guð. Hún leggur áherzlu á að kirkjan sé skemmtileg og að það sé gaman að þjóna henni. Hún barmar sér ekki yfir fækkun í þjóðkirkjunni, heldur segist leggja áherzlu á samtalið og að kirkjan hlusti: „Af hverju var þetta fólk að segja sig úr kirkjunni? Með hvað var það óánægt?" Síðast en ekki sízt leggur verðandi biskup áherzlu á að kirkjan sýni að hún sé traustsins verð og komi betur á framfæri því starfi sem hún sinnir. Flest bendir til að nýr biskup muni nálgast verkefni sitt af kjarki, gleði og heilbrigðri skynsemi. Það er gott veganesti.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun